Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 7.–9. október 20144 Fréttir
Fyrirlestur á ensku: Christof Leuze
Hvernig lífið heldur áfram
eftir dauðann
séð með augum Gralsboðskaparins
Miðvikudagur, 8. október 2014 • kl. 20:00 Aðgangseyrir: 500 kr.
Í Norræna húsinu , Sturlugötu 5, 101 Reykjavík
Fyrirlestur á ensku: Christopher Vasey
Dauðinn sem fæðing inn
í handanheima
séð með augum Gralsboðskaparins
Fimmtudagur, 9. október 2014 • kl. 20:00 Aðgangseyrir: 500 kr.
Í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík
Skipuleggjandi: GRAL-NORDEN • www.gral-norden.net
Sími: 842 2552 Mail: vasey-leuze@gral-norden.net
503 kærðir fyrir
hraðakstur
Heildarfjöldi hraðakstursbrota
í umdæmi lögreglunnar á
Suðurnesjum á tímabilinu 16.
maí til 15. september var 503
brot. Þetta kemur fram í tilkynn
ingu frá lögreglunni.
Þar segir að á þessu tímabili
hafi staðið yfir átaksverkefni lög
reglu og vegagerðarinnar er varð
ar sérstakt umferðareftirlit. Innan
ramma þess verkefnis eru skráð
383 hraðakstursbrot af framan
greindum brotafjölda. Utan verk
efnisins eru því 120 brot kærð
vegna hraðaksturs. Hraðast ók
ökumaður á mótorhjóli, sem
mældist á 206 kílómetra hraða,
þar sem hámarkshraði er 90 kíló
metrar á klukkustund. Næstmesti
hraði mældist 167 kílómetrar á
klukkustund þar sem hámarks
hraði er einnig 90 kílómetrar.
Var þar á ferðinni ökumaður bif
reiðar.
Ofangreind brot féllu bæði
undir sérstaka umferðareftirlitið
að sögn lögreglu.
Stálu dekkjum
Tuttugu jeppadekkjum og fjór
um fólksbíladekkjum var stolið
úr gámi á lóð Járnkarlsins í Þor
lákshöfn um helgina. Í dagbók
lögreglunnar á Selfossi kemur
fram að langflest dekkin hafi ver
ið á felgum og sum hver mjög
lítið notuð. Ljóst er að tjónið er
töluvert, eða hálf önnur milljón
króna. Þeir sem geta veitt upplýs
ingar um þetta innbrot og hvar
dekkin er hugsanlega að finna
eru beðnir að hafa samband við
lögreglu í síma 4801010. Þá
kemur fram í dagók lögreglu að
fyrir hádegi á föstudag hafi verið
brotist inn í sumarbústað í landi
Heiðarbæjar í Þingvallasveit. Í
ljós kom að flatskjá hafði verið
stolið og einhverju fleiru. Þrátt
fyrir leit fundust þjófarnir ekki.
Stærsta safn hugverka-
þjófnaðar í heimi.is
Vefsíðan solarmovie.is býður upp á allar nýjustu kvikmyndirnar og þættina
E
itt stærsta safn hugverkaþjófn
aðar í heimi er með íslenskt lén
en vefsíðan solarmovie.is býð
ur fólki að horfa á allar nýjustu
kvikmyndirnar úr Hollywood
auk þeirra sjónvarpsþátta sem sýndir
eru ytra endurgjaldslaust.
Samkvæmt skráningarskírteini
Solarmovie hjá ISNIC, sem sér um
skráningu léna undir landsléninu .is,
var lénið keypt og skráð þann 16. júlí
síðastliðinn af dönsku fyrirtæki sem
heitir Danske Erker S.A. en það er
skráð í Belís í MiðAmeríku. Vefsíð
an var áður með landslén frá Sómalíu
en nú er því léni beint á nýja íslenska
landslénið.
Vefsíðan er þyrnir í augum stærstu
kvikmynda og þáttaframleiðenda í
heimi en milljónir manna heimsækja
Solarmovie í hverri viku.
Vefsíðan virkar þannig að þeir sem
vilja til að mynda horfa á kvikmyndina
Transformers eða Game of Thrones
þættina geta farið inn á solarmovie.is
og leitað að kvikmyndinni eða þáttun
um. Þegar leitandi hefur fundið það
sem hann vill horfa á finnur síðan alla
hlekki sem til eru fyrir sjóræningjaút
gáfuna og hafa notendur síðunnar gef
ið hlekkjunum stjörnur eftir til dæm
is gæðum. Þannig geta notendur alltaf
komist í sjóræningjaútgáfu kvikmynda
og þátta í bestu mögulegu gæðum.
Fjöldi íslenskra kvikmynda í boði
Fjölda íslenskra kvikmynda er að finna
á síðunni en eftir stutta leit blaða
manns komu í ljós tugir titla á borð við
Mýrina, Kaldaljós, Rokland, Gaura
gang og Gnarr.
SMÁÍS, samtök myndréttarhafa á
Íslandi, eru ekki lengur starfrækt en
stjórn þess óskaði eftir því að félagið
yrði tekið til gjaldþrotaskipta í ágúst
á þessu ári. Þar af leiðandi er enginn
talsmaður myndréttarhafa hér landi
eins og staðan er núna.
DV heyrði í nokkrum sem koma
að höfundarréttarmálum á Íslandi en
þeir voru allir sammála um að ISNIC
hlyti á endanum að bera ábyrgð á því
að hafa selt lén sem augljóslega er not
að með glæpsamlegum hætti; „Viljum
við að Ísland verði einhver útópía fyrir
svona síður? Það eru til miklu ljótari
síður á netinu og ég er ekki viss um að
svör ISNIC væru þau sömu ef um væri
að ræða til dæmis barnaklámsíðu,“
sagði einn viðmælenda DV.
Langsótt að loka léninu
„Það er allur gangur á því til hvers lén
eru notuð,“ segir Jens Pétur Jensen,
framkvæmdastjóri ISNIC. „Í þessu til
viki þá er þetta lén notað til að benda
á þennan vefþjón sem hýsir þetta
efni. Það er rosalega langsótt og á
útleið sú aðferðafræði að ætla að loka
léni til að loka fyrir efni á internetinu.
Menn voru kannski aðeins upp á
hælana hérna fyrir nokkrum árum
og töldu að þeir væru búnir að finna
einhverja afskaplega auðvelda leið
til að loka fyrir efni á netinu en svo
átta menn sig á, þegar þeir eru bún
ir að læra smávegis, að það er ekkert
fengið með því að loka léni og jafnvel
skaðinn orðinn meiri. Ef þú lokar léni
þá poppar þetta bara upp jafnharðan
einhvers staðar annars staðar en um
leið þá missir þú tengingu við þann
sem er að bjóða upp á þjónustuna.
Segjum að skráningarupplýsingar
þessa léns séu réttar hjá okkur þá
náum við sambandi við þennan að
ila. Það er grundvallaratriði til þess að
geta byrjað að mótmæla eða fá þá til
þess að haga sér betur. Ef þú eyðilegg
ur þessa tengingu við viðkomandi
þá ertu kannski búinn að eyðileggja
fyrir þeim sem eru að reyna að stöðva
þetta. Þegar öllu er á botninn hvolft
þá þarftu alltaf að komast í samband
við þann sem á efnið og heldur úti
þjónustunni og þú verður með góðu
eða illu að fá hann til þess eða þvinga
hann til þess að hætta að birta þetta
efni,“ segir Jens Pétur sem tekur fram
að það sé ekki í verkahring ISNIC.
„Getur aldrei orðið í verkahring
ISNIC, einfaldlega vegna þess að
við erum ekki aðilar að málinu. Það
sem við gerum samt sem áður er að
við höldum léninu úti, birtum skrán
ingarupplýsingar og tengjum fólk
sem fer inn á solarmovie.is í vafranum
sínum við vefþjóninn þar sem þetta
efni er hýst. Það er það sem við ger
um. Ef við hættum að gera þetta þá
gerir það bara einhver annar,“ segir
Jens Pétur.
Öruggari á Íslandi
„Það er álíka gáfulegt að loka léni og
að loka símanúmeri hjá glæpamanni.
Hann fær sér nýtt símanúmer og ekki
nóg með það heldur nærð þú ekki í
hann því þú veist ekki númerið hans.“
En af hverju ætli síður á borð við
Solarmovie leiti í íslensk lén?
„Í fyrsta lagi þá hafa þeir senni
lega fundið það út að þetta nafn væri
laust undir .is, það er það fyrsta sem
mér dettur í hug. Í öðru lagi þá er jafn
vel auðveldara að fá léni lokað ef það
er .com en .is. Það er vegna þess að
eigendur og höfundar að efni sem er
bandarískt eru búnir að gera samn
ing við fullt af hýsingaraðilum þar sem
það er nánast orðið sjálfvirkt að fá léni
lokað,“ segir Jens Pétur sem er ekki
sammála þeirri aðferðafræði.
„Að sjálfsögðu virkar hún ekki því
ef hún virkaði þá væri ekkert ólöglegt
efni á internetinu lengur.“
Stjórnarskrárvarinn réttur
„Svo er annað sem menn verða að
passa sig á og hafa í huga að það er
stjórnarskrárvarinn réttur að skrá lén,
þetta er partur af tjáningarfrelsinu.
Það getur vel verið að höfundarréttar
eigendur séu sárir út í það að þeir skuli
alltaf geta birt þetta efni undir þessu
léni en viðkomandi er kannski með
tölvupóst á þessu léni líka. Eigum við
þá að loka tölvupóstinum hans?
Það er svo margt sem manni
mislíkar á internetinu en það speglar
mannkynið. Ef lénin ein og sér væru
lausnin á þessu þá væri þetta vanda
mál ekki til,“ segir Jens Pétur og bætir
við að ISNIC hafi aldrei þurft að loka
léni af þessum ástæðum.
„Til þess að ISNIC væri þvingað
til þess að loka léni þá þyrfti að koma
með úrskurð frá dómara. Það hefur
aldrei gerst. Það hefur oft verið reynt
en aldrei tekist,“ segir Jens Pétur sem
tekur fram að fyrirtækið fari í einu og
öllu eftir þeim lögum og reglum sem
gilda á Íslandi. n
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
Jens Pétur Framkvæmdastjóri og einn
eigenda ISNIC.
Íslenskar kvikmyndir Eftir stutta leit blaðamanns komu í ljós fjölmargir íslenskir titlar
sem hægt er að sjá ólöglega í gegnum vefsíðuna solarmovie.is
„Það er álíka gáfulegt
að loka léni og að loka
símanúmeri hjá glæpamanni
Hross í oss Íslenska kvik-
myndin Hross í oss eða Of
Horses and Men er meðal
þeirra þúsunda titla sem í
boði eru á solarmovie.is