Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Page 11
Fréttir 11Vikublað 7.–9. október 2014
Eru allir að róa í sömu átt?
Innri markaðssetning fyrirtækja
Miðvikudaginn 8. október kl. 9–11
í sal Arion banka, Borgartúni 19
Fundarstjóri:
Dr. Friðrik Larsen, formaður stjórnar ÍMARK.
Fyrirlesarar:
Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu
og samskiptasviðs TM. Ragnheiður hefur starfað hjá TM frá árinu 2006.
Hún er með BA próf í sálfræði og MA-gráðu í mannauðsstjórnun frá HÍ.
Titill fyrirlestrar: „Þetta er allt einn misskilingur — hvernig samþætting
innri og ytri samskipta getur komið í veg fyrir misræmi milli
markaðsskilaboða og upplifunar starfsmanna og viðskiptavina.“
Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Brynjar hóf störf hjá Póstinum árið 2013. Hann útskrifaðist frá HÍ með MA
í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum.
Titill fyrirlestrar: „Saman förum við á toppinn — innri markaðsmál
Póstsins, með sérstaka áherslu á nýja innanhússtefnu er nefnist P18 í
daglegu tali.“
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, viðskiptastjóri og ráðgjafi á Hvíta húsinu
síðastliðinn áratug. Hún er með BA-gráðu í sálfræði frá HÍ og er markþjálfi
frá HR og Coach University.
Titill fyrirlestrar: „Innri markaðsmál: Hver hefur tíma fyrir það?“
Skráning á imark.is
I
nga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi
Rannsókna og greiningar, seg-
ir að arðgreiðslurnar hafi farið
út úr félaginu og til hennar en
að hún hafi svo notað fjármunina
til að kosta frekari rannsóknir og
skrif um þau gögn sem fyrirtækið
hefur aflað með vinnu sinni.
„Þetta er non-profit félag. Við höf-
um starfað frá árinu 1999 og við
höfum haft það markmið alveg
frá upphafi að greiða okkur hófleg
laun. Ég hef til dæmis aldrei greitt
mér laun. Hafi skapast hagnaður
þá höfum við nýtt hann til að kafa
dýpra í gögnin sem við vinnum
með. Þetta höfum við náð að gera
í einhver skipti. Við höfum kostað
skrif á doktorsritgerðum, birtingar
í erlendum fræðitímaritum og
annað slíkt. Þetta er eitthvað sem
við höfum ekki getað greitt með
þeim fjármunum sem við höfum
fengið fyrir vinnuna okkar. Þetta
eru því ekki peningar sem við höf-
um nýtt í einhver efnisleg gæði.
Við höfum birt úr þessum gögn-
um núna 70 vísindagreinar og það
hafa verið skrifaðar upp úr þeim 7
doktorsritgerðir og það eru aðrar
þrjár á leiðinni,“ segir Inga Dóra.
Hún segir því að félagið
hafi sannarlega greitt út arð en
ekki í hefðbundnum skilningi.
„Þannig að jú vissulega: Við höf-
um greitt út arð en ekki í þesum
hefðbundna materíalíska tilgangi
sem venjuleg fyrirtæki gera.“
Blaðamaður: En þú ert eini
hluthafi félagsins. Arðurinn renn-
ur náttúrulega bara til þín?“
Inga Dóra: „Jú, en svo er bara
spurningin hvernig maður ver
honum. Ef þú talar við fólkið mitt
þá geturðu fengið þetta allt saman
staðfest. Hvernig ég ver honum.
Þú getur til dæmis talað við Álfge-
ir Kristjánsson sem lauk doktors-
ritgerðinni sinni við Karolinska
fyrir nokkru. Hann var til dæmis
styrktur af mér.“ Álfgeir lauk dokt-
orsgráðu frá Karolinska Institute
í Stokkhólmi árið 2010 og er í dag
aðstoðarprófessor í West Virginia-
háskólanum í Bandaríkjunum.
Blaðamaður: „Hefur þú sem
sagt notað arðinn sem þú hefur
greitt út úr félaginu til þín til að
styrkja eitt og annað? Hvernig hef-
ur þú gert það.“
Inga Dóra: „Hvernig gerir
maður það? Maður styrkir kollega
sína og greiðir fyrir tímann sem
fer í að skrifa greinar.“
Blaðamaður: „Hefur þú varið
öllum arðinum í það?“
Inga Dóra: „Já.“
Hún segir að hún geti sýnt
fram á það að arðurinn sem tek-
inn hefur verið út úr félaginu hafi
verið notaður í slíkt rannsóknar-
starf. Hún segir að fjármögnun
Rannsókna og greiningar komi
aðeins að 20 prósenta leyti í gegn-
um samninginn við menntamála-
ráðuneytið. 80 prósent af fjár-
mögnuninni komi annars staðar
frá.
Aðspurð af hverju hún hafi
ekki bara látið fyrirtækið sjálft
styrkja einstaklingana sem hún
styrkti til rannsóknarstarfa í stað
þess að taka arðinn út úr félaginu
segir Inga Dóra að hún þurfi að
ráðfæra sig við bókarann sinn til
að fá svar við þessu.
Segist hafa notað
arðgreiðslur í styrki
sex milljóna arð úr félaginu árið
2009 vegna rekstrarársins á undan
en þá hafði verið 7,6 milljóna hagn-
aður á rekstrinum. Þrátt fyrir þann
hagnað og þá arðgreiðslu lýsti stjórn
félagsins yfir vonbrigðum með það
í skýrslu sinni að hafa ekki feng-
ið styrk frá fjárlaganefnd það árið:
„Félagið óskaði eftir stuðningi Fjár-
laganefndar til rannsókna en var
synjað. Félagið vinnur hinsvegar nú
með sveitarfélögum sem í búa um
80% landsmanna og hefur þannig
áhrif á stefnumótun og aðgerðir í
málefnum ungs fólks og fjölskyldna
þeirra víðast hvar á landinu.“
Þegar þarna var komið sögu lá
hins vegar fyrir að 12,35 milljón-
ir voru greiddar út í formi arðs á
tímabilinu 2006 til 2009 en á sama
tímabili hafði félagið fengið ríkis-
styrki upp á 11,5 milljónir. n
Fjalla um flúormengun
frá íslenskum álverum
Al Jazeera ræðir við áhyggjufulla íslenska bændur
F
réttastöðin Al Jazeera fjallar
um mengun frá álverum á Ís-
landi en rætt er við bændur í
nágrenni álversins á Reyðar-
firði sem og Grundartanga. Nokkuð
hefur verið fjallað um flúormengun
undanfarið en Sigurður Baldursson
bóndi á Sléttu í Reyðarfirði hefur
ítrekað lýst yfir áhyggjum af að illa
geti farið verði ekki gerð bót á. Með-
al annars er rætt við Sigurð í grein Al
Jazeera.
Eftir umfjöllun í sumar um flúor-
mengun sendi eigna-, skipulags-
og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar
frá sér yfirlýsingu þess efnis að al-
menningi stafaði ekki hætta af
menguninni. Í þeirri yfirlýsingu var
ekki minnst á áhrif mengunarinn-
ar á sauðfé og aðra grasbíta sem eru
þekkt. Skapaðist því nokkur um-
ræða um þau málefni. Upplýsinga-
fulltrúi Alcoa Fjarðaáls sendi síðan
frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem
hann vildi árétta að flúor gæti ekki
safnast upp í vöðvum dýra heldur
einungis beinum.
Árið 2013 kom út skýrsla sem
sýndi að dýr nærri álverinu á
Grundartanga væru með óvenju
mikið tannlos, tannleysi, tannkýli
og bólgur sem að hluta til mætti
rekja til flúormengunar.
asgeir@dv.is
Álver Norðuráls á Grundartanga
Álver Alcoa á
Reyðarfirði Mikið
var fjallað um flúor
mengun í sumar.