Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Page 12
12 Fréttir Vikublað 7.–9. október 2014 Ísland: sex árum eftir hrun n Sex sérfræðingar meta stöðuna á Íslandi sex árum eftir hrun n Gjaldeyrishöft heftandi Á mánudag, 6. október, voru sex ár liðin frá því neyðarlög voru sett á Íslandi. Viku áður hafði Glitnir verið tekinn yfir af íslenska ríkinu og í kjölfar- ið tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Landsbanka Íslands og Kaupþings. Þetta er það sem Íslendingar kalla í daglegu tali Hrunið. Flestir þekkja framhaldið. Efnahagsvandi þjóðar- innar var mikill og fáir sem fóru varhluta af þrengingunum. Kaup- máttur launa lækkaði hratt og vísi- tala neysluverðs hækkaði á sama tíma. Atvinnuleysi hafði aldrei mælst meira og, það sem mest hef- ur verið rætt um í seinni tíð, þá ruku skuldir heimilanna upp úr öllu valdi. En nú vilja margir meina að búið sé að koma þjóðarskútunni margumtöluðu aftur á réttan kjöl. Í júlí 2009 leitaði DV til nokkurra af helstu sérfræðingum Íslands og bað þá um að koma með tillögur að lausnum sem gætu leitt Ísland út úr efnahagsvandanum. Margar góðar tillögur komu fram. Nú þegar fimm ár eru liðin er forvitnilegt að sjá hvort afstaða þessara sérfræðinga hafi breyst, hvernig þeim finnist hafa tekist til að leiða Ísland úr efna- hagsvandanum og hvaða mistök þeim finnist hafa verið gerð. Einnig voru þeir spurðir hvað þeim finn- ist stjórnvöld eiga að leggja áherslu á í dag. Sex sérfræðingar af þrettán svöruðu fyrirspurn DV. Flestir leggja áherslu á nauðsyn þess að losa um gjaldeyrishöft, efla nýsköpun, taka upp nýjan gjaldmiðil og að greiða götu í sjávarútvegi og ferðaþjón- ustu. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Eftirfarandi spurningar voru lagðar til grundvallar: 1 Hefur afstaða þín breyst á síðastliðnum fimm árum? Ef já, að hvaða leyti? 2 Hvernig finnst þér Íslendingum hafa tekist til við að leiða Ísland úr efnahagsvandanum? 3 Hvaða jákvæðu skref hafa verið tekin? Hver eru stærstu mistökin sem gerð hafa verið að þínu mati? 4 Hvað eiga stjórnvöld að leggja áherslu á í dag? Einblínum um of á fortíðina Þóra Helgadóttir, hagfræðingur hjá The Office for Budget Responsibility í Bretlandi Þóra Helgadóttir var hagfræðiráðgjafi hjá Her Majesty's Revenue and Customs í Bret­ landi þegar DV hafði samband við hana árið 2009 en hún er í dag hagfræðingur hjá The Office for Budget Responsibility, sem er hluti af fjármálaráðuneyti Bretlands. 1 Þær tillögur sem ég kom með árið 2009 eru að sjálfu sér enn gild­ ar. Ég tel að Íslendingar myndu hagnast af því að innleiða rafbíla, það samfara frekari samþjöppun byggðar í Reykjavík og auk­ inni notkun hjóla gæti dregið úr innflutn­ ingi eldsneytis og þar af leiðandi mengun. Það er athyglisvert að sjá það að stórborg eins og París hafi með góðum árangri náð að innleiða leigukerfi með rafbíla, líkt og hjólaleigukerfið í London. Og París hefur ekki ódýra raforku líkt og við. Hvað varðar flugsamgöngur þá er ljóst að síðan árið 2009 hefur orðið sprenging í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi sem hefur haft verulega jákvæð áhrif á hagkerfið. Það sem ber að passa núna er að hlúð sé nægilega að náttúruperlum landsins, þær gerðar aðgengilegar fyrir ferðamenn og að öruggt sé að þeir sem koma til landsins fari sáttir af landi brott. Því að það er alls ekki öruggt að Ísland verði enn í tísku eftir nokkur ár ef ekki er hugsað vandlega um hvernig við tökum á móti ferðmönnunum. Íslenska ríkið hefur tekið stór skref í átt að því að ná aftur trausti erlendra fjárfesta, sérstaklega með því að draga úr halla á ríkisrekstri, og hefur tekist að gefa út almenn skuldabréf erlendis. Græn skulda­ bréf eru þar af leiðandi kannski óþörf hugmynd nú þegar traustið er að miklu leyti endurheimt. 2 Nú hef ég ekki búið á Íslandi síðan 2007 og er fyrst til að viður­ kenna að ég er ekki með puttann á púlsin­ um hvað varðar framgang efnahagsmála. En þar sem ég hef fylgst vel með fram­ vindu mála í Bretlandi og Evrópu get ég ef til vill komið með smá innsýn utan frá. Almennt held ég að Ís­ lendingar hafi tekið vel á efnahagsvandanum. Samstarfið við Alþjóðagjaldeyris­ sjóðinn virðist hafa gengið vel, hagkerfið er byrjað að vaxa aftur, atvinnuleysi hefur minnkað og skuldastaða batnað. Þrátt fyrir nánast algjört hrun þá virðist hag­ kerfið hafa náð að vaxa á ný með nýjar greinar í fararbroddi, það er öfundsvert og hér kemur sér vel að vera lítið,, sveigj­ anlegt hagkerfi með vel menntaða íbúa. Auðvitað er skuldastaðan slæm og það er áhyggjuefni en það að skuldirnar séu ekki lengur að vaxa hratt, hallinn að minnka, er lykilatriði. Ég hefði viljað sjá meiri fram­ gang í að ná að draga úr gjaldeyrishöftum. Gjaldeyrishöftin skapa óvissu sem hefur neikvæð áhrif á fjárfestingu, þau virðast einnig hafa skapað bólu á innlendum verðbréfamarkaði sem er áhyggjuefni. Því fyrr sem þau fara því betra. 3 Mörg jákvæð skref hafa verið tekin. Búið er að snúa við, að mestu, hallarekstri ríkisins. Það, ásamt jákvæðri þróun hagkerfisins, hefur hjálpað til við að endurheimta traust fjárfesta á Íslandi. Það er frábært að sjá hversu vel Íslending­ um hefur tekist að byggja upp á stuttum tíma gróðavænleg fyrirtæki í ferðamanna­ iðnaðinum. Það er líka flott að sjá vöxt í tækniiðnaðinum. En í raun má segja að hér sé það einkageirinn að aðlagast nýjum aðstæðum og að nýta sér tækifæri. Það skiptir sköpum að einkageirinn nái enn sterkari fótfestu og hafi umhverfi til að vaxa. Ef mistök má kalla þá tel ég að of mikil orka og einbeiting hafi farið í fortíðina, í að kryfja hrunið og ástæður þess, í stað þess að horfa fram á við og skoða tækifærin. Heimurinn er fljótur að gleyma og því held ég að það væri betra ef við værum ekki alltaf að minna hann á hvað gerðist. Mér var hugsað til þessa í vikunni þegar ég sá fréttir þess efnis í Bretlandi að Virgin væri að fara að selja hlutabréf í bankanum sínum Virgin Money, sem áður hét Northern Rock og Virgin keypti af ríkinu fyrir nokkru síðan. Það virðist víst vera mikill áhugi fyrir útboðinu og ljóst að Virgin mun græða talsvert af kaupunum. Bretar virðast ekki eins fastir í fortíðinni. 4 Að mínu mati eiga stjórnvöld að leggja áherslu að skapa umhverfi fyrir einkageirann að vaxa og nýta þau tækifæri sem eru til staðar. Hér er lykilat­ riði að finna leið til að losa gjaldeyrishöft­ in. Hér er mikilvægt að það sé gagnsæi hvað varðar tímasetningu og aðferð. Auk þess tel ég mikilvægt að stjórnvöld hlúi að heilbrigðis­ og menntakerfinu. Auðvitað var nauðsynlegt að koma reglu á ríkisfjármálin eftir hrunið, en það má ekki gerast það hratt að það hafi verulega neikvæð áhrif á þær stofnanir sem halda hagkerfinu gangandi. Það er nánast ómögulegt fyrir hagkerfi að ná góðum árangri til langs tíma (kannski til skamms tíma) án þess að hafa vel starfandi heil­ brigðis­ og menntakerfi. Spurning hvort að ríkið hafi haft rétta forgangsröðun frá byrjun og hana beri ekki að endurskoða. Tímasetning skuldaniður­ fellingar stærstu mistökin Auðbjörg Ólafsdóttir, sérfræðingur í fjárfestatengslum hjá Marel Auðbjörg Ólafsdóttir var hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka þegar DV hafði samband við hana árið 2009 en starfar í dag sem sérfræðingur í fjárfestatengslum hjá fyrirtækinu Marel. Hún stakk upp á því árið 2009 að Ísland yrði fyrsta landið í heiminum sem myndi eingöngu nota umhverfisvæn samgöngutæki. Þá sagði hún gríðarleg tækifæri vera á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu. 1 1. Já. Afstaða mín hefur breyst. Mikilvægi þessara tveggja verkefna hefur aukist fremur en hitt. Læknaflótti undanfarinna ára sýnir glögglega hvernig okkur hefur mistekist að búa þeim samkeppnishæft umhverfi. Heilsutengd ferðaþjónusta hefði haldið fleiri læknum á landinu og skapað ný tækifæri á þessu spennandi sviði. Umskiptin yfir í rafdrifnar samgöngur hefur gengið hægt en hraðinn er smám saman að aukast. Það sem þarf núna er að stórir aðilar taki sig saman og rafvæði bílaflota sína ásamt því að kraftmiklir frumkvöðlar komi á fót skyndibílaleigum á borð við ZipCar. 2 2. Gengisfall krónunnar gerði útflutningnum og ferðaþjónust­ unni kleift að verða dráttarklár okkar úr hörðustu efnahagskreppunni. Það eru ennþá mörg erfið og óleyst verkefni en það er mikill árangur sem hefur náðst. 3 3. Það er gott að stjórnvöld séu búin að eyða fjárlagahallanum en það þarf einnig að byrja að greiða niður skuldir til þess að lækka þessar miklu afborganir af lánum sem eru á meðal stærstu fjárlagaliðanna. Stærstu mistökin eru tímasetningin á skuldaniður­ fellingunni. Hefði verið gripið í taumana strax árin 2009 og 2010 og þær aðgerðir sem nú eru framundan verið framkvæmd­ ar þá þegar einkaneyslan var að dragast hratt saman, atvinnuleysið var hvað mest og við vorum hvað svartsýnust, hefði hún haft gríðarleg jákvæð áhrif á efnahagskerfið á ögurstundu. Núna hitar hún hagkerfi sem þegar er komið vel á veg og getur valdið þenslu og verðbólgu. 4 4. Mckinsey­skýrslan og tillögur Samráðsvettvangsins eru mjög gott veganesti og væri frábært að sjá ríkisstjórnina nýta þá góðu vinnu bet­ ur. Reyndar væri gott ef forsætisráðherra væri spurður oftar hvernig gangi að vinna úr tillögum hópsins. Ríkisstjórnin þarf nú að leggja fram skýra framtíðarsýn. Hér eru frábær tækifæri til þess að auka rafræna stjórnsýslu eins og hefur gefist svo vel í Eistlandi. Vinna með atvinnulíf­ inu að skapa hér frjósaman jarðveg þar sem hugvitsamt og duglegt fólk getur og vill byggja upp sín fyrirtæki. Til þess að allt þetta skili árangri þá þurfum við að losa um gjaldeyrishöft og finna okkur framtíðargjaldmiðil. Sex ár frá hruni Sex sérfræðingar meta stöðuna á Íslandi sex árum eftir hrun. Mynd StefÁn KarlSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.