Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Page 32
32 Menning Vikublað 7.–9. október 2014 Hljóðbókaunnandi tekur málin í eigin hendur Kristján Hrannar les Veröld sem var eftir Stefan Zweig inn á Youtube N ú er hægt að nálgast eitt af meistaraverkum evrópskra nútímabókmennta, Veröld sem var eftir Stefán Zweig, í heild sinni á íslensku á Youtu- be. Það var Kristján Hrannar Páls- son sem tók sig til og las bókina í nokkrum köflum inn á mynd- bandaveituna. Það tekur um 15 klukkustundir að hlusta á verkið í heild sinni. Bókin, sem er sjálfsævisaga austurríska gyðingsins Zweigs, lýs- ir niðurbroti evrópsks samfélags á fyrri hluta 20. aldar og uppgangi þjóðernishyggju í tveimur heims- styrjöldum. Kristján segir að ekki hafi skap- ast mikil menning fyrir útgáfu hljóðbóka á íslandi, útgáfan sé hreinlega í tómu rugli. „Á Íslandi hefur alltaf verið litið á þetta sem einhverja aumingjaþjónustu fyrir blinda, ekki eitthvað sem ætti að gefa, það sé jafnvel móðgun eins og þiggjandinn geti ekki lesið. Er- lendis er bara litið á þetta sem eitt form afþreyingar.“ Sjálfur segist Kristján hlusta mikið á hljóðbæk- ur; í símanum, bílnum og í gegn- um Spotify. „Mig langar að sýna að það er hægt að gera þetta á hátt sem kostar bara núll krónur,“ útskýrir Kristján, en erlendis er mikið um að fólk taki sig til og lesi bækur inn á netið. Þetta getur hins vegar talist brot á höfundarétti. Þumalputta- reglan er að bækur eru höfunda- réttarvarnar í 70 ár frá dauða höf- undar, en Zweig lést fyrir 72 árum. Íslenska þýðingin frá 1958, sem er eftir Halldór J. Jónsson og Ingólf Pálmason, er hins vegar enn var- in höfundarétti. „Það er ekki fyrr en 2080 sem bókin mun falla úr höfundarétti ef þetta verður ekki endurnýjað. Ég hef tvívegis sent Forlaginu póst og spurt hvort ég mætti fá leyfi fyrir þessu og hvern- ig ég gæti fengið það. En þegar ég fékk ekkert svar ákvað ég að láta það einu gilda.“ Kristján er á leiðinni í barns- eignarleyfi og ætlar að nota tímann í að lesa inn fleiri bækur og byrja með útvarpsþátt í gegnum Youtube -rás sína. n kristjan@dv.is Áhrifaríkt verk Kristján Hrannar segir bókina enn skipta máli þar sem hún lýsi meðal annars því hvernig fasisminn náði heljartökum á hugsun heilla þjóða - en það sama sé að gerast enn í dag. Mynd nína Salvarar RIFF-lundinn til Ítalíu Ítalska kvikmyndin Ég get hætt þegar ég vil (Smetto quando voglio) hlaut Gullna lundann, að- alverðlaunin á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík (RIFF) sem lauk nú um helgina. Hún er fyrsta kvikmynd leikstjórans Sydney Sibilia og fjallar um menntamenn sem leiðast út í glæpi. Dómnefnd sagði myndina einstaklega skemmtilega kómedíu sem varpi athyglisverðu ljós á stöðu mennta- manna á Ítalíu. Myndin beri þess ekki merki að vera fyrsta mynd leikstjórans. Before I disappear eft- ir Shawn Christensen fékk sérstaka viðurkenningu dómnefndar, Beðið eftir ágúst eftir Teodora Ana Mihai hlaut umhverfisverðlaun, Thirteen Blue eftir Jaccqueline Lentzou hlaut Gullna eggið fyrir bestu stutt- myndina og Villa Touma hlaut kvikmyndaverðlaun kirkjunnar. Tónskáld taka slátur Sláturtíð, tónleikahátíð Sambands listrænt ágengra tónskálda um- hverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R), verður haldin í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi 9. til 11. október. Sérstök opnunarathöfn fer fram klukkan 20.00 á fimmtudagskvöld, en þar mun norska hljómsveitin Toyen Fil og Klafferi koma fram og gjörningar verða framkvæmd- ir. Á föstudag klukkan 20.00 leikur Goodiepal, á laugardag frá klukk- an 15.00 verður flutt langt tónverk og á sunnudag klukkan 20.00 leik- ur Ingó Klarinett. Frítt er inn á alla tónleikana. Samhliða Sláturtíðinni verður haldin keppni í myndlist sem nefnist Keppnin um Keppinn. Verkin verða boðin upp og sigrar höfundur dýrasta verksins. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni. 2 ár, 3 verk, yfir 100 fermetrar Hjalti Parelius Finnsson mun mála þrjú ný málverk sem munu saman þekja um 100 fermetra veggpláss í höfuðstöðvum lyfjafyrirtækisins Alvogen í Vatnsmýri. Hjalti segir að sköpun verkanna muni taka um tvö ár. „Þetta eru olíumálverk á striga, sem verða gerð í mörgum panelum. Í stærsta verkinu púsl- ast saman 12 rammar sem mynda saman eitt verk, en hver rammi er 2,50 metrar sinnum 1,70.“ Hann segir forsvarsmenn Alvogen hafa boðað hann á fund með hugmynd- ir um mótíf sem hann gæti unnið með og svo voru þær hugmynd- ir þróaðar áfram í samvinnu milli listamannsins og fyrirtækisins. Á rið 2012 þegar við stofnuð- um Meðgönguljóð var ekk- ert svona í gangi. Ég var að leita, því mig langaði að mæta á ljóðaupplestra. Það var ákveðin lægð eftir að Nýhil hætti, það voru engir upplestrar og lítið að gerast í þessum heimi. Kristín Svava Tómasdóttir hélt nokkra sjálf, en annars var ekkert í gangi. Við vorum nokkur sem vorum að skrifa ljóð og höfðum áhuga á ljóðum og vildum búa til einhvern félagsskap. Ekki síst fyrir okkur sjálf til að kynnast öðr- um. Það hlutu að vera fleiri þarna úti að skrifa og pæla í þessu. Þar sem það er oft erfitt að finna þetta fólk bjuggum við til batterí til að tengja saman áhugafólk um ljóð. Við köll- um okkur útgáfu en þetta er kannski fyrst og fremst einhvers konar ungskáldahópur,“ segir Valgerður Þóroddsdóttir, einn forsvarsmanna ljóðaútgáfunnar Meðgönguljóða, og eitt þeirra 13 skálda sem koma fram í listarýminu Mengi við Óðinsgötu á fimmtudagskvöld. lærdómsríkt ritstjórnarferli Meðgönguljóð hafa staðið að útgáfu á annan tug ljóðabóka undanfarin tvö ár. Upphaflega markmiðið var að bækurnar ættu að kosta svipað og kaffibolli og var þannig vonast til að fólk myndi nálgast ljóðin á hvers- dagslegri og afslappaðri hátt. Útgáfan leggur mikla áherslu á ritstjórnarferlið en ef útgáfan sam- þykkir innsent handrit fær höfund- urinn úthlutað ritstjóra sem hjálp- ar skáldinu með útgáfuna. Eldri og þekktari skáld hafa lagt Meðgöngu- ljóðum lið við ritstjórnina sem get- ur tekið allt frá þremur mánuðum og upp í eitt ár. „Það að gefa út sína fyrstu ljóða- bók er svo stórt skref og því ótrú- lega verðmætt fyrir ung ljóðskáld að fá að hitta einhvern og ræða það sem þau eru að gera. Það er auð- vitað stórt skref að sýna einhverj- um ljóðin sín en það að fá að fara í gegnum svona ferli er alveg ótrú- lega mikilvægt fyrir bókina, sér- staklega þegar þetta er það fyrsta sem maður sendir frá sér,“ segir Valgerður. að þora að kalla sig skáld Valgerður segir stóru forlögin hafa lítinn áhuga á að gefa út bækur ungra skálda enda geti slík ljóðaút- gáfa aldrei borgað sig fjárhagslega, hópur áhugasamra sé einfaldlega of lítill. Meðgönguljóð hafi til dæmis komist að því að þau gætu í mesta lagi selt um 200 eintök af ljóðabók- um sínum. Hún segir að nokkur gróska sé í sjálfsútgáfu á ljóðum á Íslandi en raddirnar sem heyrist í þeim séu oft nokkuð einsleitar. „Það þurfa að vera ákveðnir eiginleikar til staðar til þess að fólk hætti sér í sjálfsút- gáfu, sem gerir það kannski að verk- um að ákveðnar raddir týnist. Okkar reynsla er sú að það eru ofboðslega fá ungskáld með slíkt sjálfsöryggi, en raddir þeirra þurfa nauðsynlega að heyrast. Það eru svo margir sem þora aldrei að kalla sig skáld, al- gjörlega óháð því hversu góð skáld þeir í raun eru. Ég held að við séum svolítið að grípa það fólk áður en það hverfur gjörsamlega ofan í skúffuna.“ Komin frá kaldhæðninni Valgerður segir að mikið hafi breyst í ljóðasenunni frá því að útgáfan var stofnuð. „Ég veit ekki hvort við höfum hitt á réttan tíma en það hefur verið ákveðin bylting síðan við byrjuðum. Ljóðin hafa ver- ið dálítið í brennidepli í bókmennta- heiminum undanfarin ár og það kannski hjálpar að Reykjavík Bók- menntaborg UNESCO hefur ver- ið að styðja við okkur. Litlar útgáf- ur eins og Tunglið og 1005 hafa líka verið að spretta upp.“ Hún segir það vera spennandi hóp skálda sem muni stíga á svið í Mengi. „Það verður gaman að heyra þau öll saman, þá getur maður skoðað hvort það sé einhver stefna í gangi sem tengir okkur. Því þetta eru samtíðarverk algjörlega.“ Hún segir að þegar maður lifi í hring- iðu senunnar sé erfitt greina hvaða hugmynda- eða tískustraumar eru ríkjandi meðal þessarar kynslóðar skálda. „Mér fannst kaldhæðnin svolítið einkennandi fyrir Nýhil- kynslóðina en ég held að við séum klárlega komin frá því og það er ein- hver einlægni í gangi. Það er það eina sem ég hef skynjað sem tengir okkur, en það er ekki bara í ljóðlist heldur líka í bókmenntum og allri list þessa dagana.“ n Hin nýja einlægni n 13 ungskáld frá Meðgönguljóðum koma fram í Mengi Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Tenging er tilgangur- inn Valgerður Þórodds- dóttir segir tilganginn með stofnun Meðgönguljóða meðal annars hafa verið að tengja saman áhugafólk um ljóðlist. Mynd SiGTryGGur ari „Það eru svo margir sem þora aldrei að kalla sig skáld, algjör- lega óháð því hversu góð skáld þeir í raun eru. „Mér fannst kald- hæðnin svolítið einkennandi fyrir Nýhil- kynslóðina en ég held að við séum klárlega komin frá því. ný kynslóð ljóðskálda Ljóðaútgáfan Meðgönguljóð hefur orðið að miðpunkti ljóða-senunnar í Reykjavík. Mynd Gulli_MÁr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.