Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 7

Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 7
gefi rétta mynd af talmálinu, virðist svo sem flestar nýmyndanir hafi verið byggðar á íslenskum grunni 1982. íslensk orð fá oft nýja merkingu: skakkur er maður sem er undir áhrifum vímuefnis (d. skœv). Menn eru á skallanum, þegar þeir eru fullir o.s.frv. Önnur orð eru erlend, en það er athyglisvert að dönsk orð eru ekki miklu færri en ensk. Dæmi um ensk orð eru sjúr ‘viss, öruggur’ (e. sure), sjœna ‘fægja’ (e. shine), en dönsk orð eru t.a.m. sjarmera ‘heilla’ (d. charmere), sjarmur/sjarmör ‘kvennagull’ (d. charmör). Það er því varla hægt að segja að ensk áhrif á orðaforðann séu enn orðin yfirþyrmandi árið 1982. En við skulum muna að orðabókin er samin fyrir sex árum - og fyrir fjölmiðlabyltinguna miklu. Erlend áhrif eru kannski ekki síst fólgin í ummyndun merkingarkerfisins, þegar erlend hugtök eru þýdd yfir á íslensku. Mörgum finnst t.a.m. orðið ferðamannaiðnaður, sem er bein þýðing á erlenda hugtakinu tourist industry, hálfhjákátlegt. íslenska orðið iðnaður merkir eiginlega ‘framleiðsla á ein- hverjum hlutum’, nánast ‘handverk’ (svo notuð sé dönskusletta). Stáliðnaður og ferðamannaiðnaður hlið við hlið geta vakið ögn af kátínu. Samkvæmt orðanna hljóðan ætti ferðamannaiðnaður að taka ferðamenn og búa til úr þeim eitthvað nýtilegt. Ellegar mætti hugsa sér, í samanburði við heimilisiðnað, að láta ferðamennina grípa í verk og framleiða eitthvað nýtilegt, úr því þeir eru hér á annað borð. En svona hártoganir verða stundum lítið annað en aulafyndni, og það má í rauninni segja, að allar tæknigreinar, sem leggja sig í líma við að búa til íslensk orð um hvaðeina í sínum fræðum, séu að flytja erlent merkingarkerfi inn í málið. Þetta er nánast óhjákvæmilegt, en oft virðist vera leitað langt yfir skammt þegar bannað er að nota hefðbundin íslensk orð um hlutina, af því að merking þeirra er ekki nógu „nákvæm“ eða samsvarar ekki algerlega þeirri erlendu. Mörgum finnst að viðliðurinn vœðast sé ofnotaður, þegar talað er um að bændur tankvæðist ef þeir fá sér mjólkurtanka til að setja mjólkina í beint úr kúnum. í rauninni má segja að kerfisbundin nýyrðasmíð, eins og sú sem tíðkast í ýmsum fræðigreinum, feli í sér þröngvun framandi merkingarkerfis upp á íslensk- una. Sumum finnst það heldur auvirðileg iðja að „klæða erlenda hugsun í íslensk orð“. íslendingum væri nær að hugsa sjálfstætt. En varla þurfum við að hugsa svo sjálfstætt að við megum ekki tileinka okkur þær framfarir í tækni og vísindum sem aðrir menn hafa staðið fyrir. Það er nóg að finna hjólið upp einu sinni. Ef við lítum á setningakerfi nútímaís- lenskunnar, þá held ég að segja megi að þar séu ekki sjáanleg nein stórkostleg áhrif í líkingu við það sem sést í vestur- íslensku. En einhver merki sjást þó um þetta. Til að mynda má gera ráð fyrir að orðasambandið talandi um e-ð sé þýðing á enska orðasambandinu talking about something. Önnur orðasambönd, sem oft eru sögð vera ensk, s.s. vera fœddur í stað fœðast, geta átt rætur sínar í danska orðasambandinu blive födt alveg eins og því enska be born. Ýmsir telja að það færist nú í vöxt að setja eignarfornafnið fyrir framan nafn- orðið og segja mitt vandamál, okkarfull- trúar í stað vandamál mitt, fulltrúar okkar og kenna það enskum áhrifum. Vera má að enska komi hér eitthvað við sögu, en það er þó engan veginn víst. Benda má á að íslenska (ásamt færeysku og ýmsum norskum mállýskum) er sér- stök meðal Vestur-Evrópumála að því leyti að hún hefur gjarna eignarfornafnið eða eigandann á eftir nafnorðinu sem það stendur með. Eins og í öðrum Evrópumálum er meginreglan annars sú í íslensku að hafa einkunn í nafnlið á undan kjarnanum. Við segjum t.a.m. 7

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.