Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 13

Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 13
GUÐRUN KVARAN Lög um íslensk mannanöfn Inngangur í haust eru liðin 75 ár frá því að fyrst voru sett lög um íslensk mannanöfn. Fyrstu áratugina á eftir létu ýmsir framámenn þjóðarinnar sig mannanöfn allmiklu skipta og sýndist sitt hverjum. Nú um skeið hefur verið hljótt um gild- andi nafnalög þótt hver, sem vilja hefur, sjái að þau eru lítið annað en dauður bókstafur og afleiðinga þess verði vart í æ ríkara mæli. Hér er ætlunin að rekja í stuttu máli sögu íslenskra nafnalaga, segja frá skiptum skoðunum og þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til þess að ráða bót á úreltri löggjöf. Elsta löggjöf um mannanöfn Á síðari hluta 19. aldar fór talsvert að bera á því að íslendingar skiptu um nöfn að eigin geðþótta, breyttu skírnarnafni sínu eða tækju upp ættarnöfn, ýmist ný eða gömul. Notkun ættarnafna á íslandi er talin hefjast á 17. öld, og elsta nafnið mun vera Vídalín, tekið upp af Arngrími Jónssyni lærða. Barnabörn Arngríms tóku sér síðan nafnið Vídalín. Litlu yngra er nafnið Thorlacius. Fram undir miðja 19. öld fjölgaði ættar- nöfnum hægt og sígandi, og af manntal- inu frá 1855 má sjá að þau voru orðin 108, borin af mönnum fæddum á íslandi. J>á tók þeim að fjölga verulega og árið 1910 voru þau orðin 297. Mörgum féll þróunin illa, og töldu þeir að þessi siður færi í bág við fornan landssið. Aðrir voru fýlgjandi ættarnöfn- um, en ekki voru allir á eitt sáttir um hvaða nöfn skyldu leyfð og eftir hvaða reglum ætti að mynda ný nöfn. Guð- mundur Kamban ritaði t.d. grein í Skími 1908, þar sem hann færir fram rök fyrir notkun ættarnafna og bendir á leið til þess að mynda ný ættarnöfn. Hún fólst í því að velja stofn orðsins eða eignarfall þess. „Ef þessari reglu er fylgt, þá er ekkert annað gert en það, að lögmál, sem til er í málinu, er ekki vanrækt. Og úr því að búningurinn er alíslenzkur, þá er það hverjum í lófa lagið, að láta nöfnin verða háíslenzk að öðru leyti, láta orðin vera íslenzk, merkinguna íslenzka. Það getur hver, sem vel kann að velja" (bls. 174-175). Pessu svaraði séra Jóhannes L. L. Jóhannsson í Skírni næsta ár og taldi reglu Guðmundar gagnslitla og ýta jafn- vel undir beygingarleysi. Að hans dómi væri sjálfsagt að halda „nefnifallsmerk- inu í ættarnöfnum" (bls. 63), hvert sem kyn þess væri, t.d. að kona gæti borið nafnið Gróa Galtarlœkur. Það væri í samræmi við forn viðurnefni. Jóhannes var enginn ákafur talsmaður ættarnafna og taldi að þau gerðu aðeins það gagn að auðveldara væri að greina alnafna í sundur. „En hér mun líka alt gagnið upp talið og er hætt við að meira sé mist en fengið við nýbreytni þessa ..." (bls. 64). Ýmsir fleiri tóku þátt í þessari umræðu um ættarnöfnin. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði greinar í Lögréttu (28., 30. og 33. tölublað) 1908 á móti ættarnöfnum, og í Norðurlandi 19. sept- ember 1908 birtist grein undir dulnefn- inu „Ólafur farmaður", þar sem lagt var til að menn tækju upp ættarnöfn af því tagi að þeir kölluðu sig/ra, úr og a/með viðeigandi staðarheiti. Þegar hér var komið, var stutt í að 13

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.