Málfregnir - 01.10.1988, Page 13

Málfregnir - 01.10.1988, Page 13
GUÐRÚN KVARAN Lög um íslensk mannanöfn Inngangur í haust eru liöin 75 ár frá því að fyrst voru sett lög um íslensk mannanöfn. Fyrstu áratugina á eftir létu ýmsir framámenn þjóðarinnar sig mannanöfn allmiklu skipta og sýndist sitt hverjum. Nú um skeið hefur verið hljótt um gild- andi nafnalög þótt hver, sem vilja hefur, sjái að þau eru lítið annað en dauður bókstafur og afleiðinga þess verði vart í æ ríkara mæli. Hér er ætlunin að rekja í stuttu máli sögu íslenskra nafnalaga, segja frá skiptum skoðunum og þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til þess að ráða bót á úreltri löggjöf. Elsta Iöggjöf um mannanöfn Á síðari hluta 19. aldar fór talsvert að bera á því að íslendingar skiptu um nöfn að eigin geðþótta, breyttu skírnarnafni sínu eða tækju upp ættarnöfn, ýmist ný eða gömul. Notkun ættarnafna á íslandi er talin hefjast á 17. öld, og elsta nafnið mun vera Vídalín, tekið upp af Arngrími Jónssyni lærða. Barnabörn Arngríms tóku sér síðan nafnið Vídalín. Litlu yngra er nafnið Thorlacius. Fram undir miðja 19. öld fjölgaði ættar- nöfnum hægt og sígandi, og af manntal- inu frá 1855 má sjá að þau voru orðin 108, borin af mönnum fæddum á íslandi. f>á tók þeim að fjölga verulega og árið 1910 voru þau orðin 297. Mörgum féll þróunin illa, og töldu þeir að þessi siður færi í bág við fornan landssið. Aðrir voru fýlgjandi ættarnöfn- um, en ekki voru allir á eitt sáttir um hvaða nöfn skyldu leyfð og eftir hvaða reglum ætti að mynda ný nöfn. Guð- mundur Kamban ritaði t.d. grein í Skírni 1908, þar sem hann færir fram rök fyrir notkun ættarnafna og bendir á leið til þess að mynda ný ættarnöfn. Hún fólst í því að velja stofn orðsins eða eignarfall þess. „Ef þessari reglu er fylgt, þá er ekkert annað gert en það, að lögmál, sem til er í málinu, er ekki vanrækt. Og úr því að búningurinn er alíslenzkur, þá er það hverjum í lófa lagið, að láta nöfnin verða háíslenzk að öðru leyti, láta orðin vera íslenzk, merkinguna íslenzka. Það getur hver, sem vel kann að velja“ (bls. 174-175). Þessu svaraði séra Jóhannes L. L. Jóhannsson í Skírni næsta ár og taldi reglu Guðmundar gagnslitla og ýta jafn- vel undir beygingarleysi. Að hans dómi væri sjálfsagt að halda „nefnifallsmerk- inu í ættarnöfnum“ (bls. 63), hvert sem kyn þess væri, t.d. að kona gæti borið nafnið Gróa Galtarlœkur. Það væri í samræmi við forn viðurnefni. Jóhannes var enginn ákafur talsmaður ættarnafna og taldi að þau gerðu aðeins það gagn að auðveldara væri að greina alnafna í sundur. „En hér mun lfka alt gagnið upp talið og er hætt við að meira sé mist en fengið við nýbreytni þessa ..." (bls. 64). Ýmsir fleiri tóku þátt í þessari umræðu um ættarnöfnin. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði greinar í Lögréttu (28., 30. og 33. tölublað) 1908 á móti ættarnöfnum, og í Norðurlandi 19. sept- ember 1908 birtist grein undir dulnefn- inu „Ólafur farmaður", þar sem lagt var til að menn tækju upp ættarnöfn af því tagi að þeir kölluðu sig frá, úr og af með viðeigandi staðarheiti. Þegar hér var komið, var stutt í að 13

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.