Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 3

Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 3
KRISTJÁN ÁRNASON Ensk-amerísk áhrif á íslenskt mál Þessi grein er þýðing á erindi sem höfundur flutti á dönsku á norræna málnefndaþing- inu 1988. Það var haldið í Kristiansund í Noregi dagana 19.-21. ágúst. - Ritstj. Þegar könnuð eru áhrif eins máls á annað má gera það frá fleiri en einu sjónarhorni. Hægt er að velta fyrir sér beinum mál- legum áhrifum og kanna hugsanleg lán eða áhrif á orðaforða, hljóðkerfi, beyg- ingu, setningaskipun eða merkingar- kerfi. Önnur hlið á þessu máli er hin félags- lega og pólitíska. Hægt er að velta fyrir sér þeim félagslegu aðstæðum og því umhverfi sem slík áhrif eiga sér stað í. Hvaða málsnið eru það einkum sem verða fyrir hinum erlendu áhrifum? Eru áhrifin mest í talmáli, ritmáli, máli æsk- unnar, í tæknimáli eða í fjölmiðlamáli? Hvaða félagshópar eru það sem hafa mesta tilhneigingu til þess að nota er- lendar slettur eða tökuorð? I ögn víðara samhengi má velta fyrir sér sögulegum aðstæðum eða megin- stefnum. Við lifum á tímum alþjóðahyggju. í Evrópu er rætt um að sameina þjóðir í eina markaðsheild og þá kannski líka eina menningarheild. Orðið þjóðernis- hyggja kallar fram óþægilegar minningar þannig að menn veigra sér við að veifa slíku hugtaki. Þetta gerir smáþjóðum eins og Islendingum og Færeyingum, og raunar öllum norrænum þjóðum, erfitt fyrir að finna þjóðrembu sinni heim- spekilegan grundvöll þegar þeir reyna að sporna gegn öllum þeim ensk-amerísku áhrifum sem ríða yfir. Við vitum að sjálfsögðu að þjóðernishyggja smá- þjóðar er saklaus meðan henni fylgir ekki heimsveldishugsjón eða fyrirlitning á öðrum kynstofnum, en margir hafa til- hneigingu til þess að leggja þetta að jöfnu. Hér gefst ekki tími til þess að ræða allar hliðar þessa máls. Margoft er tekið til þess að íslenska sé íhaldssöm tunga, og hreintungustefna hefur sett greinileg mörk á þróun hennar, ekki síst á næstliðnum tveimur öldum eða svo. Þessi hreintungustefna hefur meðal annars haft það í för með sér að við höfum ekki leyft okkur að flytja alþjóð- legan orðaforða tækninnar beint inn, heldur hafa menn búið til ný íslensk orð um stóran hluta þeirra hugtaka sem notuð eru í tæknigreinunum. Þetta gengur furðuvel þrátt fyrir ýmsar efa- semdir sem frændur okkar á Norður- löndum hafa stundum látið í ljós. Nýlegt dæmi þessu til staðfestingar er það þegar báðir stærstu tölvusalar hérlendis, Apple og IBM, setja á markaðinn íslenskuð stýrikerfi. Að sjálfsögðu kostar þetta bæði fé og fyrirhöfn, en það er vinnandi vegur, og engum dettur annað í hug en að þetta sé sjálfsagt. - Ég hef heimildir fyrir því að sum íslensk fyrirtæki, sem fá sér sérhæfðan erlendan hugbúnað, telji það ekki eftir sér að láta íslenska hann til hægðarauka fyrir starfsmenn sína og við- skiptavini. Norræn málstefna Norrænar málnefndir verða að líta á ensk-amerísk áhrif á Norðurlöndum í sem víðustu samhengi. Ekki dugir að

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.