Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 28

Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 28
af nöfnum ýmiss konar, jafnvel útlendum nöfnum, sem algeng eru í blöðum, og algengar orðmyndir sem fylgja ekki rétt- ritunarreglum. Orðskiptingarreglur Um skiptingu orða milli lína gilda opin- berar reglur sem fram eru settar í auglýs- ingu nr. 133/1974 um greinarmerkjasetn- ingu. Þær hljóða svo í 20. gr.: 1. Skipta skal samsettum orðum og for- skeyttum um samskeyti (stofnamót) og fleirsamsettum orðum um aðalsamskeyti. Dæmi: borð-dúkur, for-maður, dýravemd- unar-félag. Sama regla gildir um viðskeytt orð ef við- skeytið er í málvitund manna sjálfstæð heild. Dæmi: sann-leikur, hór-dómur, list-rænn, strák-lingur. 2. Skipta skal ósamsettum orðum þannig að síðari hlutinn hefjist á sérhljóði endingar. Dæmi: hundarn-ir, vænst-ur, manns-ins. Þessum reglum var að sjálfsögðu fylgt svo langt sem þær ná, en ýmislegt vantar á þegar á að fara að beita þeim á stórt orðasafn. Til viðbótar því sem sagt er berum orðum í reglunum var fylgt þeirri almennu venju að flytja aldrei síðasta staf í orði einan sér í næstu línu. Þetta merkir m.ö.o. að tvíkvæð orð, sem enda á sérhljóða, skiptast ekki, t.d. hafa, voru, frændi. Sama venja gildir um tví- kvæða forliði í samsettum orðum, þ.e. að leyfa ekki skiptingu svo sem ár-amót, huld-ufólk, rek-istefna. Hins vegar má skipta: œtt-armót, rík-isstjórn, aust-urátt. Segja má að þessar reglur eigi ágæt- lega við íslensk erfðaorð. Þó að eitthvað sé um vandgreind orð og skipting sumra þeirra umdeilanleg, er sá vandi ekki stórvægilegur. En þegar kemur að töku- orðum og aðskotaorðum kárnar gaman- ið. Ef þá væri haldið til streitu þeirri hefðbundnu reglu um ósamsett orð að svo margir samhljóðar skuli fylgja fyrri hlutanum sem hægt er að kveða að, fengjust t.d. þessar skiptingar: abb-ad- ís, krók-ód-íll, Margr-ét. Þetta þótti mér óaðgengilegt, því að enginn vafi er á því að í vitund fólks skiptist hvert þessara orða í tvo aðalhluta þannig: abba-dís, krókó-díll, Mar-grét. Fyrir forvitni sakir gluggaði ég ofur- lítið í rit mætra manna, þar á meðal sumra lærifeðra minna, sem ég taldi ólíklega til að hafa skipt orðum milli lína í hugsunarleysi. Ýmislegt hafðist upp úr því sem styrkti úrskurð minn í vafa- sömum dæmum. Sýndarsamsetningar Viðbrögð íslenskunnar við löngum, er- lendum orðstofnum eru athyglisverð. Það er eðli hennar að sérhver orðhluti eða orðmyndunareining sé 0, 1 eða 2 atkvæði, þ.e. ekki meira en tvö atkvæði. Þegar að berst erlendur stofn, sem er þrjú atkvæði, tekur íslensk tunga til sinna ráða og túlkar hann oftast sem tvær einingar, 2+1 atkvæði. Það er engu líkara en hrynjandi tungunnar eða áherslufar hennar krefjist þess: abba- dís, krókó-díll, kakka-lakki, rabbar- bari, súkku-laði. Þetta er mál hinna réttu tvíliða. Ljóst er að þessi löngu tökuorð haga sér ekki eins og ósamsett orð í íslensku, heldur eins og samsetningar. Það sést einkar vel ef við berum saman ósamsettu orðin bakari og rakari annars vegar og tökuorðin kakkalakki og rabbarbari hins vegar. í þágufalli fleirtölu af hinum fyrr- nefndu (bökurum, rökurum) ná hljóð- varpsáhrif endingarsérhljóðsins til beggja atkvæðanna á undan: a-a-u verður ö-u-u. En í kakka-lökkum og rabbar- börum stranda þau eftir eitt atkvæði alveg eins og komið væri að liðamótum í samsettu orði: hnakka-stökkum, krakka- skórum. Hljóðvarpsaldan kemst ekki yfir mörkin sem skiptistrikið sýnir. Og segja má að „abbadís" þykist vera ein- hvers konar dís og „krókódíll" einhvers konar díll. Tökuorð af þessu tagi hefi ég kallað 28

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.