Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 9

Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 9
þau framburðareinkenni, sem virðast vera að sækja á í nútímamáli, eru síður en svo lík enskum framburðareinkennum. Hér má t.a.m. nefna óraddaða framburðinn í orðum eins og vanta og heimta.) Lokaorð Hér gefst ekki rúm til að fjölyrða frekar um alla þá hluti sem drepið hefur verið á, en ég held að óhætt sé að segja að íslenskt málkerfi beri ekki enn nein áberandi merki þeirrar samkeppni sem sumir telja vonlausa og við höfum séð að á sér stað á öldum ljósvakans (svo ekki sé minnst á kvikmyndahús). Vandamálið „ensk áhrif á íslenska tungu og menningu" er því að mínu mati enn þá á því stigi að hægt er að sporna við. f>að er enn einungis hin ytri menning sem orðið hefur fyrir breyting- um. Þar lætur nærri að tala megi um ensk- ameríska menningareinokun, sérlega í lágmenningunni sem nær til flestra. En ef menn vilja koma í veg fyrir að tungan, sem menn telja að sé þunga- miðja íslenskrar menningar, mengist, er enn ráðrúm til aðgerða og varnarbar- áttu. Þessi barátta á ekki enn að fara fram með málvöndunaráminningum, frekar með menningarlegu átaki þar sem leitast yrði við eftir megni að efla fram- leiðslu á innlendu menningarefni sem veitt geti því ensk-ameríska einhverja samkeppni. Það mætti jafnvel láta sér detta í hug að það væri illskárri kostur að stuðla að áhrifum frá öðrum menningar- svæðum en því ensk-ameríska til að draga úr einokun enskunnar. 9

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.