Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 4
vægum sviðum mannlífsins, svo sem í at-
vinnurekstri, tækni og vísindum.
Mikilvægur þáttur í málstjóm og málrækt
er miðlun tungumálsins til nýrra þjóðfélags-
þegna, frá einni kynslóð til annarrar, hvort
sem er á heimili, í skóla eða annars staðar í
þjóðfélaginu og einnig til innflytjenda.
Islensk málrækt snýst því ekki bara um
sjálft form íslenskrar tungu og rækt við það,
heldur eru hér einnig á ferðinni spumingar
sem snúast um málpólitík, almennt um mál-
efni íslensku og annarra tungumála í menn-
ingarlegu, stjómmálalegu og efnahagslegu
samhengi. Þessir þættir tengjast íslenskum
stjómmálum á margan hátt enda hafa stjóm-
málamenn jafnan haft skilning og áhuga á
þessum þáttum, t.d. í tengslum við mennta-
stefnu.
I ljósi þessara málræktarfræða má segja
að vandi málræktar hér á landi sem annars
staðar sé tvíþættur: formvandi og umdœmis-
vandi. Formvandinn snýst um val á staðli og
formi hans, hvað sé talið rétt og rangt, við-
eigandi eða ekki. Hvað telst góð og gild ís-
lenska og hvað ekki? Hinn vandinn er
spumingin um stöðu tungumála hvers gagn-
vart öðru, í okkar tilviki auðvitað íslensku
gagnvart öðmm tungum. Þetta er spuming
um notkunarsvið sem kalla má umdæmis-
vanda.
Ég er ekki í vafa um að meginvandi ís-
lenskrar málræktar á þeirri öld, sem nú er
nýbyrjuð, verður þessi umdæmisvandi.
Þetta er spumingin um sambúð íslensku við
aðrar tungur, fyrst og fremst ensku. Hugsan-
legt er að málstjórn í víðum skilningi verði
eitt af mikilvægustu viðfangsefnum í stjóm-
málum framtíðarinnar á Islandi.
Formvandinn
Formvandinn hér á landi er (eða a.m.k. var
þar til fyrir fáeinum misserum) afskaplega
einfaldur viðfangs. Við eigum (eða höfum
átt) í sáralitlum erfiðleikum með að koma
okkur saman um það hvað sé rétt og rangt í
íslensku máli. Þær smáskærur, sem annað
slagið eiga sér stað um hvort leyfa eigi hitt
eða þetta tökuorð eða hvort segja eigi mér
langar eða mig langar, em smávægilegar
gárur á afskaplega lygnu vatnsglasi og hreinn
hégómi miðað við það sem margar aðrar
þjóðir þurfa að fást við. Ekki þarf lengra að
líta en til Noregs til að láta sannfærast um
það. Formvandi norskunnar, álitamálin um
það hvað sé góður staðall, sem allir geta
sætt sig við, er margfalt stærri en okkar
vandi. Einsleitni íslenskunnar, bæði söguleg
og samtímaleg, er einstakt happ sem Islend-
ingar eiga að nýta sér til þess einbeita sér að
því að horfast í augu við hinn raunverulega
vanda sem blasir við málrækt á nýbyrjaðri
öld, vandann um notkunarsvið íslensku.
Nokkuð bólar á því að menntamenn séu að
hnýta í þá hefð sem hér hefur ríkt og tala um
hreintungustefnu sem einhvers konar kúgun-
artæki gegn þeim sem minna mega sín. Ég tel
að almenningur í landinu taki ekki mikið
mark á slíku. Gera má ráð fyrir að almenn-
ingur og stjómmálamenn, sem starfa í um-
boði hans, átti sig á mikilvægi þess að við-
halda hinum íslenska málstaðli og spoma
gegn of miklum breytingum á honum.
Ritstaðlar
Athygli málvísindamanna hefur á síðustu
árum beinst í auknum mæli að þeim al-
mennu lögmálum sem gilda um málstöðlun.
Um þetta gilda ákveðin lögmál og málstaðl-
ar verða til við vissar aðstæður.
Bókmenntir ráða miklu um þróun mál-
staðla. Handhæg viðmiðun í enskri málsögu
er t.d. að miða fomensku við Bjólfskviðu,
miðensku við Chaucer og nútímaensku við
Shakespeare. Bókmenntirnar skapa reglur
og venjur sem fylgt er, eins og hinn íslenska
sagnastíl. Islenska varð ritmál fyrr en marg-
ar aðrar Evróputungur nútímans og sam-
hengið í málþróuninni, hin mikla íhaldssemi
og einsleitni miðað við frændtungumar, á
rætur að rekja til bókmenntanna fyrst og
fremst. Þáttur fombókmenntanna í mótun
og viðhaldi íslenskrar tungu á síðari öldum
verður seint ofmetinn. Mál fombókmennt-
anna er fyrirmyndin að staðli íslensks nú-
4