Málfregnir - 01.12.2001, Page 5
tímamáls. í rauninni má segja að Snorri
Sturluson og Halldór Kiljan Laxness hafi
skrifað á sama tungumáli.
Opinberri stjómsýslu og lagasetningu
fylgir stöðlun tungumáls en trúarbrögð og
trúarstofnanir geta gegnt svipuðu hlutverki
og ríki. Notkun tungumáls í trúarritum hefur
það í för með sér að til verður fyrirmynd eða
viðmiðun, með öðrum orðum staðall, sem
heldur saman samfélögum og hópum mál-
lýskna sem miða sig við staðalinn.
Sjálfstætt ríki eins og Island krefst opin-
bers ritmálsstaðals. Fáum virðist detta ann-
að í hug en að opinbert mál hér á landi eigi
að vera og verði íslenska. En þó mæla sumir
með því að enska verði í auknum mæli not-
uð í vísindum og atvinnulífi, jafnvel að ís-
land eigi að verða eitthvað sem þeir kalla
tvítyngt svæði.
Islenskan fyrr og síðar
Innviðir þess ritstaðals, sem Islendingar búa
við, eru, eins og áður sagði, frá 12. og 13.
öld svo að íslenska er með elstu lifandi rit-
málum heimsins. I umræðu um íslenska
málrækt og málstefnu er oft vitnað til þessa
samhengis og í nefndaráliti um íslenska
málrækt frá 1986 er það beinlínis talið eitt
af markmiðum málræktar að viðhalda sam-
henginu í þróun málsins.
Þótt þetta samhengi sé mikilvægt er varla
raunhæft að ætlast til þess að íslensk mál-
stefna gangi út frá þessu varðveislusjónar-
miði einu. Ekki er hægt að krefjast þess að
heilt málsamfélag hafi það sem sitt æðsta
markmið að varðveita menningararf sinn
jafnvel þótt hann sé gríðarlega merkilegur.
Málrækt nýrrar aldar hlýtur að sækja rök-
semdir víðar.
Frá sjónarmiði einstaklings er tungumálið
tæki til tjáningar og samskipta við aðra.
Málvitund einstaklinga, ekki síður en per-
sónuleiki þeirra, mótast umfram allt í upp-
eldinu og málið, sem bamið temur sér, mót-
ast af því máli sem foreldrar, vinir og vanda-
menn tala. Málið verður hluti af sjálfsmynd
einstaklingsins. Bamið, sem lærir móður-
mál sitt, veit ekki annað en að það mál, sem
það heyrir, sé allt góð og gild íslenska jafn-
vel þótt hinir fullorðnu viti hvað er íslenska
og hvað slangur eða vont mál. Þetta ber að
hafa í huga við máluppeldi. Þar sem mál er
svona tengt sjálfsmynd er því oft þörf á
nærgætni þegar að því kemur að dæma um
málfar bama og annarra eða segja þeim til.
Stundum vill brenna við að tillitssemi sé af
skomum skammti.
Þótt mikilvægt sé að huga að hagsmunum
einstaklinga og hafa beri í huga að of ströng
umvöndun um mál getur verið meiðandi má
eigi að síður færa fyrir því rök að lífsnauð-
synlegt sé, eins og lagt er til í áðurnefndu
áliti, að halda hinu innra samhengi mál-
staðalsins sem byggir á sögunni og viðhalda
formgerð hans. Málið með öllunt sínum af-
brigðum og notkunarsviðum á að vera skilj-
anlegt sem flestum málnotendum, ungum
og öldnum til sjávar og sveita og nokkum
veginn eins skipulegt eða reglulegt og unnt
er að búast við af tungumáli. Mikilvægt er
að ekki sé aukið á óreiðuna og undantekn-
ingamar af mannavöldum frá því sem nú er
undir yfirskini umburðarlyndis.
Það er sem sé ástæða til að taka undir það
sjónarmið sem fram kemur í skýrslunni frá
1986 að viðhalda beri eftir föngum innra
samhengi tungumálsins á öllum sviðum:
setningaskipan, orðmyndun, stafsetningu og
framburði.
Málræktarstarf hér á landi á 19. og 20. öld
hefur að mestu snúist um það að efla ís-
lenskuna og gera hana færa um að takast á
við nútfmann og framtíðina. Hér hefur verið
unnið frábært starf sem margir af nágrönn-
um okkar öfundast út af og vildu gjama vera
í okkar sporum í málræktarefnum. Og ósk-
andi er að rifrildi um tittlingaskít verði ekki
ofan á þegar að því kemur að leysa þau
raunverulegu vandamál sem blasa við ís-
lenskri málrækt um þessar mundir.
Umdæmisvandinn
Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður ís-
lenskrar málstöðvar, hefur nýlega unnið
5