Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 11

Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 11
ARI ARNALDS Tæknimenn, tungan og tæknin Eftirfarandi erindi var flutt á málrœktarþingi í Hafnaifirði 17. nóvember 2001. Auk Ara töluðu þar Kristján Arnason, Auður Hauksdóttir, Karl Blöndal og Egill Helgason. -Ritstj. Því heyrist oft fleygt að tæknimenn og aðrir þeir sem fjalla um sérgreinar af ýmsu tagi séu gjamir á að nota slettur í máli sínu, jafnvel svo að íslenskri tungu stafi hætta af. Tæknimenn hafa oft lært fræði sín að veru- legu leyti erlendis og er því tamt að nota erlend orð eftir heimkomuna, einkum yfir hugtök sem þeir hafa ekki þekkt áður en þeir fóru til náms. Eg var utn rúmlega tuttugu ára skeið framkvæmdastjóri fyrir hugbúnaðar- fyrirtæki og ætla að fjalla um þá reynslu sem ég hef af málnotkun starfsmanna í hátæknifyrirtæki. Frá því á síðastliðnu ári hef ég verið formaður verkefnisstjómar um tungutækni en það er verkefni sem menntamálaráðu- neytið hefur hrundið af stað. Meginmark- mið verkefnisins er að • tryggja að íslenska verði áfram lifandi tungumál íslensku þjóðarinnar í upplýs- inga- og þekkingarsamfélagi 21. aldarinnar • stuðla að því að til verði nauðsynleg tungutækniverkfæri fyrir þann tæknibún- að sem notaður verði í daglegu lífi og starfi • skapa grundvöll fyrir tungutækniiðnað á Islandi • skapa gmndvöll fyrir útflutning á iðnað- arframleiðslu og þekkingu í tungutækni Mun ég nota mestan hluta tíma míns til að tala um það verkefni. En áður en ég vík að meginmálunum ætla ég að tala lítillega um hvemig ég skynjaði tungumálið áður en ég varð fræðingur á einhverju sviði. Ég er nú kominn á þann aldur að ég get leyft mér að tala um það sem gerðist í gamla daga. Mitt minni nær svona um það bil til 1950 þannig að ég get miðlað af sýn minni á þróun íslenskrar tungu í hálfa öld. Ég nýt þeirra forréttinda að vera ekki fræðimaður á þessu sviði og get því leyft mér að láta út úr mér ýmislegt sem ef til vill stenst ekki gagnrýna skoðun frá fræðilegu sjónarmiði. Móðir mín átti ættir að rekja til Danmerk- ur og bæði hún og pabbi dvöldu um tíma í Danmörku. Af þessum ástæðum var talsvert um dönskuslettur á heimili mínu. Þannig var oftast talað um paalœg í stað áleggs og pabbi, sem oft fór í bíó, talaði gjaman um að kaupa bílœti. Eitt sinn, þegar pabbi hafði verið að sjá sakamálamynd, komst hann svo að orði: „Ég var svo mikill detektív að ég sá strax að klóninn var bandíttinn.“ Ég sá að sjálfsögðu ekkert athugavert við þessa orða- notkun. Þess skal getið að smám saman rjátlaðist þessi slettutilhneiging af foreldr- um mínum og ég held að þau hafi alls ekki talað verra mál en gengur og gerist. Frá þessum tíma minnist ég þess einnig að við strákamir gerðum okkur gjarnan leik að því, á leiðinni úr skólanum þegar snjór var, að kasta snjóboltum í glugga sem á leið okkar urðu. Eitt sinn köstuðum við í glugga í húsi við Mjóuhlíðina og þá kom strax út í gluggann kona, sem við kölluðum kellingu enda þótt þetta hafi ugglaust verið bráðhugguleg ung kona, sem kallaði til okkar: „Ef þið hættið þessu ekki strax kalla ég á pólitíið." Þetta fannst okkur strákunum alveg bráðfyndið enda þekktum við ekki orðið, ekki einu sinni ég. Eftir þetta var föst regla að kasta í þennan glugga og hætta ekki fyrr en konan kom út og hótaði okkur pólitíinu. En nú ætla ég að víkja að málnotkun for- 11 L

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.