Málfregnir - 01.12.2001, Page 13

Málfregnir - 01.12.2001, Page 13
Þess er líklega ekki langt að bíða að ýmis tæki og búnaður fari að taka við skipunum á mæltu máli. Mér er ekki grunlaust um að ef og þegar að því kemur að menn þurfi að tala við heimilistækin, bílinn, símakerfið og margt fleira á erlendu tungumáli þá fari íslenskunni að stafa veruleg hætta af. Menntamálaráðuneytið hefur, með afger- andi hætti, markað stefnu um það hvemig brugðist skuli við þessari hættu með því að setja tungutækniverkefninu þau tvö mark- mið sem ég gat um í upphafi; að • tryggja að íslenska verði áfram lifandi tungumál íslensku þjóðarinnar í upplýs- inga- og þekkingarsamfélagi 21. aldarinn- ar • stuðla að því að til verði nauðsynleg tungutækniverkfæri fyrir þann tæknibún- að sem notaður verði í daglegu lífi og starfi Verkefnisstjóm tungutækniverkefnisins fær einnig drjúgt veganesti til að ná þessum markmiðum því á fjárlögum þessa árs eru 104 milljónir króna ætlaðar til verksins. Verkefnisstjómin vinnur eftir verkefna- áætlun sem menntamálaráðherra hefur sam- þykkt en hér á eftir mun ég gera nokkra grein fyrir þeim aðgerðum sem þar er fjallað um og verkefnisstjómin hyggst gangast fyrir til þess að stuðla að því að þessum markmiðum verði náð. Ég geri ráð fyrir að margir hér inni viti hvað átt er við með tungutækni. Ég ætla samt sem áður að rifja það upp og vona að þeir sem ekki þurfa á upprifjun að halda sýni biðlund. Mín skilgreining á tungutækni er að hún fjalli um tæknibúnað af ýmsu tagi sem auðveldi mönnum að nota tungumálið til tjáningar. Bæði getur verið um að ræða bún- að sem auðveldar mönnum að tjá hugsun sína og búnað sem „skilur“ tungumál. Slíkur búnaður þarf þá að „skilja" íslensku til að markmiðum tungutækniverkefnisins verði náð. Sem dæmi um tungutæknitól má nefna ýmis tæki sem auðvelda notkun og samn- ingu ritaðs máls svo sem forrit til að leið- beina um og leiðrétta stafsetningu, málfræði og setningaskipan, forrit til að skipta orðum milli lína og fleira. Enda þótt nokkuð sé til af slíkum búnaði fyrir íslensku eru íslend- ingar talsvert á eftir mörgum öðrum þjóðum hvað þetta varðar. Framfarir á þessu sviði hafa verið örar víða erlendis þannig að þetta bil er sífellt að stækka. Talgervlar eru verkfæri sem koma í stað mannsraddar og geta lesið upp tölvutækan texta. Talgervlar eru mjög gagnlegir blindu fólki en þeir geta verið gagnlegir á fleiri sviðum. Með þeim má láta tölvuna lesa upp fyrir sig tölvupóst í gegnum síma eða lesa texta á meðan ekið er. Talgervlar geta einnig svarað sjálfvirkt í síma og eru nú að verða hluti af símkerfum. A ensku og fleiri tungumálum eru til forrit sem nema talað mál og rita það sem texta inn í tölvu. Það getur verið mikið hagræði í að geta lesið tölvunni fyrir í stað þess að þurfa að slá inn allan texta með lyklaborð- inu. Mörg tæki eru nú svo smá að þar er ekki pláss fyrir lyklaborð og því er mjög gagn- legt að geta notað röddina til samskipta við þau. Loks skal getið um vélrænar þýðingar sem felast í því að hugbúnaður tekur við texta á einu tungumáli og skilar honum á öðru. Þannig fjallar tungutækni um sambúð tungumálsins og tölvutækni í víðum skiln- ingi. Hún snýst um smíði ýmiss konar for- rita sem fást við tungumál og tengir því saman málfræði, upplýsingatækni og tölvu- tækni. Eitt stærsta vandamál, sem íslendingar standa frammi fyrir ef þeir ætla að hefja öflugt og markvisst starf á sviði tungutækni, er skortur á fólki með menntun, reynslu og þekþingu á því sviði. Mikilvægt er að hafa í huga að enda þótt skammt sé síðan tungu- tækni varð að iðngrein í grannlöndum okkar styðst það starf við margra ára rannsóknir 13

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.