Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 17
AUÐUR HAUKSDÓTTIR
Að tala tungum
Eftirfarandi erindi varflutt á málrœktarþingi í Hafnaifirði 17. nóvember 2001. AukAuðar
töluðu þar Kristján Arnason, Ari Arnalds, Karl Blöndal og Egill Helgason. -Ritstj.
Það hefur lengi verið viðtekin skoðun á
íslandi að kunnátta í erlendum tungumálum
sé mikilvæg fyrir einstaklinga og þjóð-
félagið í heild. Erlend tungumál hafa skipað
hærri sess í íslenskum skólum en víða ann-
ars staðar og almenn sátt hefur ríkt um að
íslensk ungmenni læri 3-4 tungumál auk
móðurmálsins. Þetta jákvæða viðhorf til
tungumálanáms er dýrmætt.
Allt frá upphafi Islands byggðar hafa
landsmenn átt samskipti við aðrar þjóðir en
aldrei hafa þau verið eins mikil og margþætt
og nú. Aukið alþjóðlegt samneyti á öllum
sviðum gerir annars vegar kröfu um kunn-
áttu í fleiri málum en fyrr og hins vegar um
betri málakunnáttu en stundum var hægt að
komast af með áður fyrr. Þörfin fyrir tungu-
málakunnáttu ræðst af því hvaða mark-
miðum á að ná hverju sinni. Miklir hags-
munir geta verið í húfi fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og þjóðfélagið í heild og allt getur
oltið á að þeir sem viðskipti stunda eða sem
falið er að gæta hagsmuna Islands á
alþjóðavettvangi búi yfir góðri tungumála-
kunnáttu.
Löng hefð er fyrir því að íslendingar
stundi nám erlendis og í því sambandi gegn-
ir tungumálakunnátta lykilhlutverki. Þýð-
ingar á íslensku hafa auðgað menningu okk-
ar á öllum sviðum og með þýðingum af
íslensku á erlend mál hefur rödd Islands
borist út yfir Atlantsála og eflt áhuga og
skilning á menningu okkar og tungu. Góð
þýðing getur snortið hugi manna og hrundið
af stað atburðarás sem ella hefði ekki átt sér
stað. Georgíumaðurinn Grigol Matsjavari-
ani lýsti þannig fyrstu kynnum sínum af
íslenskum bókmenntum:
Einu sinni sem bam sá ég bók á borði afa
míns. Þetta var Islandsklukkan. Þegar ég
heyrði nafnið Laxness fannst mér það mjög
hljómfagurt, eins og tónlist, og ég ákvað að
lesa bókina. Því miður skildi ég ekki mikið
í yrkisefninu, vegna þess að ég var bara lítill
strákur, en mér fannst öll nöfnin í bókinni,
eins og Snæfríður og Jón Hreggviðsson,
vera svo hljómfögur. Eftir þetta fór ég að
lesa allt sem gefið hafði verið út í fyrrum
Sovétríkjunum eftir Laxness.
(Grigol Matsjavariani 1992)
íslendingar hafa alltaf verið háðir við-
skiptum við erlendar þjóðir og svo er enn.
Þegar viðskipti eru annars vegar getur skipt
sköpum hvort tilgangurinn er að kaupa eða
selja. Oft virðist hægt að komast af með til-
tölulega litla tungumálakunnáttu þegar kaup
fara fram en hins vegar er allt annað upp á
teningnum þegar tilgangurinn er að koma
hugviti eða framleiðslu í verð. Oftar en ekki
ræðst árangurinn af því hvort næg tungu-
málakunnátta er til staðar og hvort hlutað-
eigandi aðilar búi yfir nægilegri þekkingu á
samskiptahefðum, siðum og menningu við-
skiptavinanna.
A undanfömum áratugum hefur við-
skiptalöndum okkar fjölgað umtalsvert. Þó
mikil viðskipti eigi sér stað í Evrópu, t.d.
við Norðurlönd og Þýskaland, og í Ame-
ríku, þá eru viðskiptin ekki lengur bundin
við þessar tvær heimsálfur. Ekki er ofmælt
17