Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 21

Málfregnir - 01.12.2001, Qupperneq 21
 Árið Árið Árið Árið 1996- 1997- 2000- 2001- Námsland 1997 1998 2001 2002 Bandaríkin 531 569 647 512 Stóra-Bretland 208 222 241 245 Frakkland 48 33 27 26 Hoiland 68 ftalía 51 38 55 65 Kanada 39 33 32 25 Spánn 31 35 42 39 Þýskaland 213 123 98 82 Alls 1121 1053 1142 1062 Tafla 3. Fjöldi námsmanna í helstu námslöndum utan Norðurlanda. Árið Árið Árið Árið 1996- 1997- 2000- 2001- Námsland 1997 1998 2001 2002 Danmörk 700 623 647 640 Finnland 18 9 11 13 Noregur 150 109 82 64 Svíþjóð 159 80 68 85 Alls 1027 821 808 802 Tafla 4. Fjöldi námsmanna á Norðurlöndum. Heildarfjöldi umsækjenda hjá LÍN vegna náms erlendis haustið 2001 var 1943. Það eru gífurlegir hagsmunir fólgnir í að- gangi íslenskra námsmanna að dönskum og norrænum háskólum, ekki síst þar sem oft er um framhaldsnám að ræða sem ekki er í boði hér á landi. Að undanfömu hefur verið mikil sókn útlendinga í danska háskóla en þar sem kennslan fer í flestum tilvikum fram á dönsku þurfa útlendingar almennt að gangast undir sérstakt próf í málinu. Is- lenskir námsmenn hafa sérstöðu þar sem ekki hafa verið gerðar frekari kröfur til dönskukunnáttu þeirra en að þeir hafi stúd- entspróf í dönsku. Það er mikið hagsmuna- mál fyrir Islendinga að tapa ekki þessari sérstöðu. Um þessar mundir vinn ég að rannsókn meðal íslenskra námsmanna í framhaldsnámi í Danmörku sem beinist að því að kanna hvemig þeim gengur að nota dönskuna sem tjáskiptatæki í námi sínu og hvemig þeir meta þá dönskukunnáttu sem þeir fengu í íslenskum skólum. Þegar hafa komið fram mikilvægar upplýsingar sem vafalítið munu gagnast dönskukennurum í grunn- og framhaldsskólum. Ég hef rætt það við nokkra námsmenn erlendis hvernig þeim finnist að sækja nám- skeið sem ætluð eru útlendingum og því kennd á ensku. Nokkrir þeirra hafa bent á að það geti verið töluverður munur á gæðum kennslunnar þegar námskeið eru skipulögð fyrir einsleitan hóp námsmanna í heima- landinu og námskeiðin kennd á móðurmál- inu og þegar námskeið eru kennd á ensku fyrir breiðan hóp námsmanna með ólíkar forsendur. Þetta gæti verið áhugavert rann- sóknarefni. Flest bendir til þess að miklir hagsmunir séu fólgnir í því að geta átt bein- an og milliliðalausan aðgang að þekkingu. í greiningu ArbejdsMarkedsPolitisk Ageitda, sem ég nefndi hér að framan, kem- ur fram að hlutfallslega fleiri íslendingar stunda nám á Norðurlöndum samanborið við nágrannaþjóðimar en hlutfallslega fleiri norrænir námsmenn stunda hins vegar nám í öðrum Evrópulöndum, þ.e. utan Norður- landa, en Islendingar. A hinn bóginn stunda hlutfallslega fleiri Islendingar nám í Banda- ríkjunum en aðrir Norðurlandabúar (Danske studerende bliver hjemme, bls. 5). Athygli vekur hve fáir íslenskir nemendur sækja nám til annarra Evrópulanda en Norður- landa samanborið við aðra norræna náms- menn. Hér þurfum við að vera á varðbergi því með aukinni Evrópusamvinnu hafa möguleikar íslendinga til framhaldsnáms við evrópska háskóla (þ.e. utan Norður- landa) aukist til mikilla muna og því miklir hagsmunir í húfi. Tryggja þarf að íslensk ungmenni fái nægjanlegan undirbúning í þriðja erlenda máli, þ.e. í þýsku, frönsku og spænsku, svo ónóg tungumálakunnátta komi ekki í veg fyrir að íslenskir námsmenn geti stundað nám í evrópskum háskólum til jafns við aðra. 21

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.