Málfregnir - 01.12.2001, Side 28

Málfregnir - 01.12.2001, Side 28
gjalda skuldajöfnun hjá gjaldanda á móti ógoldnum eftirstöðvum gjalda hans frá fyrri árum, ef þær eru fyrir hendi, og að heimiluð verði slík skuldajöfnun eftirstöðva gjald- anna milli hjóna, m.a. vegna ákvæða um millifærslu á nýttum persónuafslætti milli hjóna, sem getur valdið vangreiðslu á stað- greiðslu annars hjóna og ofgreiðslu á stað- greiðslu hins vegna ráðstöfunar bamabóta, sérstaklega þegar annað hjóna er tekjulaust og skattkort beggja liggur inni hjá launa- greiðanda þess sem hefur tekjur. Vel getur verið að þeir sem hafa atvinnu af því að lesa frumvörp séu orðnir svo æfðir í þessum stíl að þeim nægi að lesa svona málsgrein einu sinni. Mér nægði það ekki. En verður ekki almennur lesandi, sem fylgj- ast vill með í nútímaþjóðfélagi tímaleysis og upplýsingaflóðs, að geta gert þá kröfu að þurfa aðeins að lesa hverja málsgrein einu sinni? Hefði ekki verið betra í dæminu, sem ég las, að leysa málsgreinina upp og hafa fleiri punkta? Ég hygg að fiestir lesi þannig að þeir haidi áfram frá einum punkti til annars. Sé langt á milli punkta er hætt við að lesandi missi þráðinn og verði að byrja aftur. En hvar finnum við þetta svokallaða stofnanamál? Fyrirlesaramir hér á eftir munu sjálfsagt benda á dæmi frá ýmsum sviðum opinberrar stjómsýslu en sá texti, sem ég hef verið að lýsa, finnst miklu víðar en hjá opinberum stofnunum. Hann kemur ekkert síður frá einkageiranum. Almenning- ur á rétt á að geta fyrirhafnarlaust lesið það sem honum er sent inn um lúguna eða það sem hann vill geta kynnt sér af málefnum líðandi stundar. Undanfarið hef ég lesið nánast allt það efni sem finna má á heima- síðum ráðuneytanna og mér til ánægju sá ég að langoftast hafði verið vandað til verka. Ef opinber stjómsýsla gengur á undan með góðu fordæmi fylgja hinir á eftir. Margt má enn bæta og mikilvægt er að vera ávallt vak- andi og benda á misfellur og þar mætti almenningur láta meira í sér heyra. Sem betur fer er ekki svo illa komið fyrir okkur enn að stórfyrirtæki, opinber sem al- menn, telji sig þurfa að höfða til almennings með enskum glósum til að véla hann til viðskipta eða til að ná athygli hans almennt. Ég ætla að enda mál mitt á að segja ykkur sanna sögu frá einu nágrannalanda okkar. Stjómunargeiri þýsks símafyrirtækis, sem að hluta er í eigu opinberra aðila, óskaði eftir því að andlit fyrirtækisins út á við yrði nútímalegra og næði betur athygli við- skiptavina í harðnandi samkeppni. Hvemig var nú hægt að ná til sem allra flestra? Jú, með símreikningum. Og viti menn: inn um lúguna komu nýir reikningar og nú hétu innanbæjarsamtöl CityCall, utanbæjarsamtöl GermanCall og samtöl til útlanda GlobalCall þótt þessi orð muni hvergi notuð á símreikn- ingum í hinum enskumælandi heimi. Nú er svo að mjög margir Þjóðverjar, sennilega um þriðjungur, kunna enga ensku og þeir botn- uðu ekkert í þessu. Fjöldinn allur hafði sam- band við símafyrirtækið og neitaði að borga reikninginn. Menn könnuðust ekki við að hafa nokkru sinni hringt í herra eða frú German Call og sáu þar af leiðandi enga ástæðu til að borga fyrir slík símtöl. I Þýskalandi er starfandi nýlegt félag sem hefur það að markmiði að stuðla að verndun tungunnar (Verein zur Wahrung der deut- schen Sprache) og lokatakmark þess er að félagið verði lagt niður þar sem þess verði ekki lengur þörf. Það velur árlega „mál- sóða“ ársins og er valið kynnt rækilega. „Sá sem ekki vill hlusta verður að finna til,“ sagði formaður málvemdarfélagsins og 1998 fékk forstjóri símafélagsins þennan lítt eftirsótta titil. Síminn flýtti sér að breyta símreikningunum sem nú eru aftur á þýsku og 4000 nýir félagar létu skrá sig í mál- verndarfélagið. Málsóði ársins 1999 var kjörinn forstjóri þýsku jámbrautanna, m.a. fyrir það að salemi á brautarstöðvum hétu allt í einu Mc-Clean. Það olli mörgunt við- skiptavininum verulegum vandræðum en nú mun þessu hafa verið breytt til fyrra horfs og ekkert lát er á umsóknum almennings í málvemdarfélagið. 28

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.