Málfregnir - 01.12.2001, Page 31
SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR OG JOAN MALING
Ný setningafræðileg breyting?
Um hina svokölluðu „nýju þolmyndu í
íslensku
1. Inngangur
A þeim 1100 árum sem liðin eru frá land-
námi Islands hefur íslensk tunga tekið til-
tölulega litlum breytingum. Flestar breyting-
ar hafa orðið á hljóðkerfi málsins og þó þorri
þeirra sé sérstakur fyrir íslensku eiga sumar
sér hliðstæður í öðrum norrænum málum.
Sem dæmi má nefna að hljóðdvalarbreyt-
ingin hefur orðið með svipuðu móti í öllum
norrænu málunum nema dönsku og hv- varð
að kv- í vesturnorskum mállýskum og fær-
eysku rétt eins og í máli flestra íslendinga
(sbr. Stefán Karlsson 1989). Beygingarkerfi
íslenskunnar og setningagerð hafa hins veg-
ar breyst minna en hljóðkerfið. Þannig varð-
veitir íslenska að mestu enn sameiginlegt
fomnorrænt beygingarkerfi þó ýmsar minni
háttar breytingar hafi orðið á beygingu ein-
stakra orða og beygingarflokka. Setninga-
gerð málsins hefur einnig breyst tiltölulega
lítið en erfiðara er að fá yfirlit yfir breytingar
á þessu sviði málsins þar sem því er yfirleitt
sleppt þegar fjallað er um íslenskar mál-
breytingar í málsögubókum (sjá t.d. Stefán
Karlsson 1989). Setningagerð íslenskunnar
hefur þó tekið breytingum í aldanna rás rétt
eins og önnur svið málsins. Sem dæmi má
nefna að orðaröð innan sagnliðar virðist hafa
verið frjálsari í fomíslensku en í nútímamáli
og reglur um afturbeygingu virðast hafa ver-
ið talsvert aðrar í fornu máli en í nútímamáli
(sbr. Eirík Rögnvaldsson 1995). Þá má nefna
að orðaforði málsins hefur breyst mikið frá
landnámi, sérstaklega á tuttugustu öldinni
þegar gerbreyting varð á íslensku samfélagi.
Öll helstu svið málsins hafa því tekið
breytingum, mismiklum þó.
Islenskt mál heldur áfram að breytast og
margir telja að erlend áhrif, fjölmiðlabylt-
ingin og aðrar breytingar á lífsháttum okkar
á upplýsingaöld stuðli að örari breytingum á
tungunni en verið hefur. Þar sem málbreyt-
ingar gerast ekki í einni svipan heldur eru oft
nokkra mannsaldra að ganga yfir getur verið
erfitt að átta sig á þeim breytingum sem eru
að verða á tungunni. Það gildir það sama um
málbreytingar og aðrar breytingar að þeim er
auðveldara að lýsa eftir að þeim er lokið en
á meðan þær eru að ganga yfir. í þessari
grein verður fjallað um málbreytingu sem
virðist vera að eiga sér stað í íslensku og
lýsir sér þannig að yngri málnotendur geta
sagt setningamar í (1) og (2) en eldri mál-
notendur geta aðeins sagt setningarnar í (2):
(1) Yngri málnotendur
a. Það var beðið mig að vaska upp í gær („Nýja þolmyndirí')
I gær var beðið mig að vaska upp
b. Það var hrint mér fyrir framan blokkina
Fyrir framan blokkina var hrint mér
(2) Eldri og yngri málnotendur
a. Eg var beðin að vaska upp í gær (Hefðbundin þolmynd)
b. Mér var hrint fyrir framan blokkina
31