Málfregnir - 01.12.2001, Page 33
og eldri málhafa kemur greinilega fram í
niðurstöðum rannsóknar okkar þar sem rúm
70% fimmtán til sextán ára unglinga dæma
setningu (4a) tæka en það gera aðeins 4%
fullorðinna.
(4) Nýja setningagerðin
a. Það var lamið stúlkuna í klessu
b. Það var hrint henni í skólanum
c. Það var saknað kennarans
Ef nýja setningagerðin er borin saman við
setningar í hefðbundinni þolmynd þá ein-
sónulegri þolmynd.
Það er athyglisvert að svipuð setningagerð
og nú er að koma fram í íslensku þróaðist í
pólsku og írsku fyrir nokkur hundruð árum.
Joan Maling (1993) færir rök fyrir því að hin
(„Nýja þolmyndin")
svokallaða -no/ío-setningagerð í pólsku og
„óbeygjanleg" setningagerð í írsku hafi öll
(5) Tvcer gerðir „þolmyndar i polsku (sbr. Mahng 1993)
a. Swigtynia byla zbudowana w 1640 roku (Hefðbundin þolmynd)
kirkja-NF. var byggð-KVK.ET. í 1640 ár
„Kirkjan var byggð árið 1640“
b. Swigtynie zbudowano w 1640 roku
kirkja-ÞF. byggð-ÓPERS. í 1640 ár
„Kirkjan var byggð árið 1640“
kennist hún af því að andlag germyndar flyst
ekki upp í frumlagssætið í þolmynd og and-
lagið heldur falli sínu hvort sem um er að
ræða þolfall eins og í (4a) eða þágufall eða
eignarfall eins og í (4b og c). Frumlagssæti
þolmyndar er þar af leiðandi tómt og því
verður að beita þoð-innskoti þar sem það er
svokallað merkingarlaust gervifrumlag. Eins
og hefðbundin þolmynd er nýja þolmyndin
mynduð með hjálparsögninni vera og lýs-
ingarhætti þátíðar af aðalsögn. Hjálparsögn-
in stendur alltaf í 3. persónu eintölu og lýs-
ingarhátturinn í hvorugkyni eintölu nefni-
falli eins og í aukafallsþolmynd og óper-
(Svokölluð -no/to-setningagerð)
einkenni germyndar en ekki þolmyndar. Hún
gerir ráð fyrir að báðar þessar setningagerðir
hafi þróast út frá hefðbundinni þolmynd. í
(5) er sýnt dæmi um þessar tvær setninga-
gerðir, hefðbundna þolmynd og hina svo-
kölluðu -no/ío-setningagerð í pólsku:
An þess að það verði rætt frekar hér er rétt
að benda á að -no/to-setningagerðin í pólsku
(sjá (5b)) hefur önnur setningafræðileg ein-
kenni en hefðbundin þolmynd. T.d. má nefna
að -no/to-setningagerðin getur bundið aftur-
beygt fomafn, sjá (6b), en það getur hefð-
bundin þolmynd hins vegar ekki, sjá (6a).
Eins og kom fram í fyrsta kafla benda
(6) Afturbeygtfornafn í tveimur gerðum „þolmyndar“ ípólsku (sbr. Maling 1993)
a. *Swoja wlasna ojczyzna byla chwalona (Hefðbundin þolmynd)
SIG eigið móðurland-NF. var lofað-KVK.ET.
„*Sitt eigið föðurland var lofað"
b. Zamkni?to si<? w fabryce (Svokölluð -/jo/ío-setningagerð)
lokað-ÓPERS. SIG í verksmiðju
„Þeir lokuðu sjálfa sig inni í verksmiðjunni“
33