Málfregnir - 01.12.2001, Side 35

Málfregnir - 01.12.2001, Side 35
þess að meta hvort svör viðkomandi væru marktæk. 51 setning var svo með hinni nýju setningagerð í mismunandi setningafræði- legu umhverfi. Aðstoðarmaður fór í bekkina sem prófaðir voru og leiðbeindi unglingun- um við að fylla út spumingablaðið. Þátttak- endur vom beðnir um að merkja við annan af tveimur möguleikum, sjá (9). (9) Fyrirmœli efst á prófblaði Leiðbeiningar: Settu X í viðeigandi dálk Já = Svona getur maður sagt! Nei = Svona getur maður ekki sagt! Þátttakendur vom einnig beðnir um að fylla út blað með ýmsum persónuupplýsingum. Á því blaði kom t.d. fram kyn þátttakandans, fæð- ingarár, móðurmál, búsetusaga og menntun foreldra. Eftir að búið var að útiloka þátttak- endur sem samþykktu tvær eða fleiri af ótæku viðmiðunarsetningunum höfðum við, eins og kemur fram í (10), niðurstöður frá 1695 ung- lingum í 10. bekk og 200 fullorðnum. Af þessum 1695 unglingum em 845 drengir og 850 stúlkur. Allar niðurstöður, sem fjallað er um í þessari grein, byggja á svömm þessara 1695 unglinga nema annað sé tekið fram. (10) Fjöldi þátttakenda í hverjum lands- hluta Landshluti Unglingar Fullorðnir Vesturland 181 34 Vestfirðir 95 24 Norðurland 262 27 Austurland 146 21 Vestmannaeyjar 72 16 Suðurland 218 19 Suðumes 138 20 Uthverfi Reykjavíkur 363 Reykjavtk vestan Elliðaáa 220 39 Samtals 1695 200 I töflunni kemur fram hversu margir þátttak- endur voru úr hverjum landshluta. Eins og kemur fram neðst í töflunni höfum við skipt Reykjavík og nágrannasveitarfélögum (Sel- tjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Mos- fellsbæ) í tvo flokka sem við köllum annars vegar úthverfi Reykjavíkur og hins vegar Reykjavík vestan Elliðaáa og er þá farið eftir staðsetningu skóla á Reykjavíkursvæðinu. Gerð verður grein fyrir ástæðunni fyrir þess- ari skiptingu í næsta kafla en á svæðinu, sem er vestan Elliðaáa, eru þeir þátttökuskólar á Seltjamamesi og í Reykjavík sem em vestan Elliðaáa og norðan Fossvogs. Á svæðinu, sem nefnt er úthverfi Reykjavíkur, eru hins vegar þátttökuskólar í Grafarvogi, Árbæ, Breiðholti, Mosfellsbæ, Kópavogi og Hafn- arfirði. En snúum okkur nú að niðurstöðum rannsóknarinnar. 4. Niðurstöður Niðurstöður rannsóknar okkar benda til að nýja setningagerðin sé algeng í máli ung- linga í dag en eldra fólk samþykki hins vegar yfirleitt ekki slíkar setningar. í töflunni í (11) er sýnt hlutfall jákvæðra svara í hverjum landshluta fyrir nýju setningagerðina með t+lifandi] andlagi í þolfalli annars vegar og þágufalli hins vegar. Hér er um að ræða próf- setningar með hinni nýju setningagerð, svip- aðar setningunum í (1) og (4) hér að framan. Eins og kemur fram í töflunni er hlutfall jákvæðra svara heldur hærra þegar andlagið er í þágufalli en þegar það er í þolfalli og þessi munur er tölfræðilega marktækur. Einnig er hlutfall jákvæðra svara breytilegt eftir landshlutum og sker Reykjavík sig þar sérstaklega úr. Þegar við vomm að vinna úr niðurstöðum rannsóknarinnar kom í ljós að sumir skólar á Stór-Reykjavíkursvæðinu skám sig úr að því leyti að þar samþykkti miklu lægra hlutfall nemenda setningar með hinni nýju setningagerð en annars staðar á landinu. Sambærilegur munur á milli skóla kom ekki fram í öðrum landshlutum en þó er rétt að nefna að hlutfall jákvæðra svara á næststærsta þéttbýlissvæði landsins, Akur- eyri, var heldur lægra en á Norðurlandi al- mennt en þessi munur var ekki tölfræðilega 35

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.