Málfregnir - 01.12.2001, Side 36

Málfregnir - 01.12.2001, Side 36
(11) Hlutfall jákvœðra svara í hverjum landshluta fyrir nýju setningagerðina með [+ lifandij andlagi Andlag í þolfalli Andlag í þágufalli Landshluti Unglingar Fullorðnir Unglingar Fullorðnir Vesturland 68% Vestfirðir 62% Norðurland 55% Austurland 51% Vestmannaeyjar 64% Suðurland 60% Suðumes 68% Úthverfi Reykjavíkur 53% Reykjavík vestan Elliðaáa 28% marktækur. Hvað sem því líður er ljóst að greinilegur munur er á því hvernig unglingar, sem ganga í skóla í Reykjavík á svæðinu sem afmarkast af Elliðaám og Fossvogi, dæma þessar setningar og hvemig unglingar annars staðar á landinu dæma þessar sömu setningar. Þessi munur er tölfræðilega marktækur og kemur fram í öllum setningum með hinni nýju setningagerð á prófinu en hins vegar kemur enginn munur fram á milli landsvæða þegar viðmiðunarsetningamar eru athugaðar eins og sýnt verður hér á eftir. Þetta er ástæð- an fyrir því að við höfum skipt Reykjavík og nágrannasveitarfélögum í tvo flokka sem við köllum annars vegar úthverfi Reykjavíkur og hins vegar Reykjavík vestan Elliðaáa. Þessari skiptingu er sem sagt ætlað að gera þennan mun í niðurstöðum okkar sýnilegan. Sem dæmi má nefna að þegar t-prófi er beitt á niðurstöður okkar fyrir hina nýju setningagerð með þf.-andlagi, annars vegar fyrir úthverfi Reykjavíkur (meðaltal (m)= 0,52; staðalfrávik (sf)=0,32) og hins vegar fyrir Reykjavíkursvæðið vestan Elliðaáa (m= 0,28; sf=0,27), kemur í ljós að það eru töl- fræðilega marktæk tengsl á milli landsvæðis og hlutfalls jákvæðra svara, t(520,641) =9,636; p<0,001. Unglingar í úthverfum Reykjavíkur eru næstum því tvisvar sinnum líklegri til að samþykkja setningar með hinni nýju setningagerð en unglingar sem ganga í 3% 73% 6% 3% 68% 7% 3% 60% 7% 4% 57% 6% 5% 71% 4% 1% 68% 9% 7% 75% 3% 1% 60% 35% 3% skóla vestan Elliðaáa. Þessi munur er mjög marktækur. Það sama á við um setningar með þgf.-andlagi (m=0,35; sf=0,34 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa og m=0,60; sf=0,37 fyrir úthverfi Reykjavíkur; t(581)= 8,119; p<0,001). Hins vegar er ekki mark- tækur munur á jákvæðum svörum unglinga sem ganga í skóla í úthverfum Reykjavíkur og úti á landi, hvorki fyrir setningar með þolfallsandlagi, (m=0,52; sf=0,32 fyrir út- hverfi Reykjavíkur og m=0,51; sf=0,35 fyrir aðra landshluta en Reykjavík; t(616,842)= -0,394; p=0,694), né þágufallsandlagi (m=0,60; sf=0,37 fyrir úthverfi Reykjavíkur og m=0,57; sf=0,39 fyrir aðra landshluta en Reykjavík; t(607,914)=-l,018; p=0,309). 4.1 Geta unglingar dæmt setningar? Einhverjir velta því eflaust fyrir sér hvort við getum virkilega treyst niðurstöðum eins og þessum frá fimmtán til sextán ára ungling- um, þ.e. er hægt að ætlast til þess að fimmtán til sextán ára unglingar geti dæmt setningar? Niðurstöður okkar benda til að unglingunum í þessari rannsókn hafi verið treystandi. Þannig eru niðurstöður úr prófinu mjög kerfisbundnar og við sjáum yfirleitt svipað- an breytileika í svörum unglinganna og í svörum fullorðinna. Þannig bendir allt til þess að þeir 1695 unglingar, sem við byggj- um niðurstöður okkar á, hafi verið með hug- 36

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.