Málfregnir - 01.12.2001, Page 41
(Afturbeygð fomöfn)
(18) Ópersónuleg þolmynd í norsku
a. *Det ble hygget seg
b. *Det ble lást seg (selv) inne i fabrikken
c. *Det ble lyttet til hverandre pá mptet
Niðurstöður rannsóknar okkar benda til að
fyrsta skrefið í endurtúlkun hinnar nýju setn-
ingagerðar frá þolmynd til germyndar eigi
sér stað í setningum með afturbeygðum for-
nöfnum. Ef svipuð breyting væri að verða í
hinum norrænu málunum myndi hennar því
líklega fyrst gæta í setningum eins og (18).
Að lokum viljum við ítreka að við teljum
niðurstöður rannsóknar okkar sýna ótvírætt
að nýja þolmyndin er málbreyting en ekki
aðeins tískubóla í máli bama og unglinga.
Elstu dæmi, sem við höfum um þessa nýju
setningagerð, eru frá því um 1968 og eru þau
öll utan af landi. Niðurstöður rannsóknar
okkar benda einmitt til að þessi breyting hafi
hafist úti á landi og sé lengra komin þar en
í Reykjavík. Lengi vel virðist lítið hafa verið
amast við þessari nýju setningagerð, líklega
þar sem hún hefur verið stimpluð sem bama-
og unglingamál sem kennarar og aðrir upp-
alendur hafa talið að myndi eldast af börn-
unum. En hver verða viðbrögðin nú þegar
færð hafa verið rök fyrir því að hér sé á ferð-
inni ný setningafræðileg breyting í íslensku?
Það verður framtíðin að leiða í ljós en rétt er
að hafa í huga að þó við viljum öll efla og
varðveita íslenska tungu þá þarf að huga að
ýmsum atriðum áður en ráðist er gegn nýj-
ungum í máli. Nýja setningagerðin er t.d.
háð félagslegum þáttum eins og menntun
eða skólagöngu foreldra og e.t.v. náms-
árangri nemenda. Það er því vandmeðfarið
að ráðast gegn þessari málbreytingu þar sem
mörgum finnst eflaust að um leið sé verið að
ráðast gegn ákveðnum hópum fólks í sam-
félaginu. Einnig er vert að hafa í huga að í
dag eru aðstæður allt aðrar í þjóðfélaginu en
t.d. á fimmta áratug 20. aldar þegar hið svo-
kallaða flámæli var svo gott sem kveðið
niður. Það er því ólíklegt að herferð gegn
nýju setningagerðinni bæri þann árangur
sem til væri ætlast. Þó er eðlilegt að benda
fólki á að hér er um nýjung í málinu að ræða
sem samkvæmt íslenskri málstefnu flokkast
sem rangt mál. Nýju setningagerðarinnar
virðist enn sem komið er aðallega gæta í
talmáli yngra fólks en hún er orðin algeng
um allt land og hefur breiðst út til mismun-
andi setningagerða málsins. Hver sem fram-
tíð þessarar nýju setningagerðar verður er
rétt að hafa í huga að þó að málbreytingar
geti vissulega ógnað stöðugleika málsins
sýna þær um leið að málið er lifandi.
Þakkarorð
Rannsóknin var fjármögnuð af Vísindasjóði
Rannsóknarráðs íslands (RANNÍS), Rann-
sóknarsjóði Háskóla íslands, Lýðveldissjóði
og að hluta til af NSF-styrk: DBS-9223725.
Við þökkum aðstoðarmönnum okkar, Aðal-
heiði Þorsteinsdóttur, Halldóru Björt Ewen,
Herdísi Sigurðardóttur og Laufeyju Leifs-
dóttur, vel unnin störf. Þær lögðu prófblaðið
fyrir nemendur um allt land og unnu úr
gögnunum. Eiríkur Rögnvaldsson á sérstak-
ar þakkir skildar fyrir ráðleggingar og hjálp
við að koma gögnunum á tölvutækt form.
Honum, Jóhannesi Gísla Jónssyni, Þóru
Björk Hjartardóttur og fleirum þökkum við
einnig athugasemdir við fyrri gerðir þessarar
greinar. Við þökkum einnig Jongsup Jun
fyrir að aðstoða okkur við að reikna út töl-
fræðilega marktækni, Beata Weiss fyrir að
veita okkur upplýsingar um pólsku og
0ystein Vangsnes fyrir að hjálpa okkur með
norsku dæmin. Að lokum þökkum við nem-
endum í 10. bekk veturinn 1999-2000, full-
orðnum málhöfum, kennurum, skólastjórum
og öðrunt þeim sem tóku þátt í rannsókninni
kærlega fyrir þátttökuna.
41