Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 51

Málfregnir - 01.12.2001, Blaðsíða 51
Larsen, Kaj. 1993. Hin fyrsti málreinsarin. Málting nr. 9, 3. árg., s. 12-19. Tórshavn. Myking, Johan. 1993. Terminologisk sprák- planlegging. Fagsprák i Norden. Rapport fra en konferanse i Lund 4.-6. desember 1992. S. 50-66. Oslo. Oy-arin nr. 12. Radioamatprernes medlems- blad. [intet árstal] Poulsen, Jóhan Hendrik W. 1990. Npkur teldorð. 2. udg. Tórshavn. Poulsen, Suni. 1996. Góðskuleiðsla og góðskutrygging. Menningarstovan, Tórs- havn. Rasmussen, Rasmus. 1897-1901. Handrit við geometri-orðum. Oútgivið. Rasmussen, Rasmus. 1910. Plantulœra. Tórshavn. Sigurður Jónsson. 1990. Ár kravet pá neo- logismer ett hinder för terminologiarbetet? Terminologi, edb og vidensteknik. Nord- term-symposium 1989. H. Picht ritstj. S. 205-212. Varde. Útgáfutíðindi úr íslenskri málstöð 2001 Kynningarbæklingur um íslensku Islensk málstöð og landsnefnd um „Evrópskt tungumálaár 2001“ efndu í samvinnu til myndskreytts kynningarbæklings um íslenskt mál (16 bls.) sem kom út á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2001. Menntamálaráðuneytið gaf bæklinginn út og utanríkisráðu- neytið veitti styrk til útgáfunnar. Bæklingurinn kom út í fimm gerðum; á íslensku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku: Islenska - í sennforn og ný, Islandsk - gammelt og nyt pá samme tid, Icelandic - at once ancient and modem, L’islandais - ancien et modeme á lafois, Islandisch - zugleich alt und neu. Ritið má nálgast hjá menntamála- ráðuneytinu og enn fremur hefur það birst sem pdf-skjal á vef ráðuneytisins. Skýrsla um notkunarsvið ísiensku og ensku Skýrslu þá um notkunarsvið íslensku og ensku á íslandi, sem Kristján Árnason fjallar um á bls. 5-7 í grein sinni í þessu tölublaði, má finna á vef íslenskrar málstöðvar: http://www.ismal.hi.is/utredning.html. Skýrslan er á norsku. Orðabanki íslenskrar málstöðvar Árið 2001 voru undirritaðir samstarfssamningar við nokkra nýja rétthafa íðorðasafna um vinnusvæði og birtingu orðasafna þeirra í orðabankanum: við Jarðfræðafélag íslands, um Orðasafn Jarðfræðafélags íslands; við Náttúrufræðistofnun íslands, um Islensk plöntuheiti; við Arkitektafélag Islands, um Orðasafn um byggingarlist; og við Gauta Kristmannsson, um Orðasafn úr þýðingafræði. í árslok 2001 voru í orðabankanum um 137.000 færslur (hugtök) í vinnsluhluta og um 130.000 í birtingarhluta í orðasöfnum í ýmsum greinum; vinnusvæði voru í vinnsluhluta orðabankans fyrir 52 orðasöfn á ýmsum stigum; 38 orðasafnanna voru jafnframt komin í birtingarhluta orðabankans. 51

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.