Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 20
Ámi Bergur Sigurbjömsson
blessun, laun héma megin grafar fyrir hlýðni við opinberaðan vilja Guðs
í lögmálinu. Síraksbók stendur föstum fótum í þeirri hefð. Þar er kennt
að það að leita Spekinnar og þiggja gjafir hennar og lúta fyrirmælum
hennar sem birtast í lögmálinu sé líf í fullri gnægð. í bók Síraks er ekki
annað að sjá fremur en víða ella í Gamla testamentinu en að öllu sé lokið
með gröfinni. Handan hennar er einskis að vænta, ekki einu sinni þó
almennt væri álitið að einhverskonar líf væri eftir dauðann. En það var
ömurleg skuggatilvera í Helju, Sheol, sem er „land myrkurs og
niðdimmu, land svartamyrkurs sem um hánótt, land niðdimmu og
skipuleysis,” Jb 10:21-22a.
Job vissi að minnsta kosti jafn vel og Sírak síðar að það að lifa eins og
lögmálið kennir hefur í sér fólgið ríkuleg laun hér í lífi, fullnægju og
hamingju langa lífdaga. Hann hafði heldur ekki í neinu bmgðist. En samt
reyndist jarðnesk hamingja honum vægast sagt fallvölt og lífdagar urðu
böl og kvöl. Það olli áleitnum spumingum, trúarbaráttu. I þeirri deiglu
skírðist trú hans og varð lifandi von. Því gat hann játað: „Ég veit að
lausnari minn lifir”..„og eftir að húð mín er sundurtætt og allt hold er
af mér mun ég líta Guð. Eg mun líta hann mér til góðs”, Jb 19:25-27a.
Þó ekki sé það ótvírætt að túlka megi þessi orð Jobs þannig að
lausnarinn sem ver og miskunnar og veitir í náð sinni blessun héma
megin grafar muni gera það handan hennar einnig, þá er sú hugsun ekki
órafjarri. Bliki þeirrar vonar og persónulegu trúar að Helja sé ekki utan
áhrifasviðs Guðs bregður víða fyrir í sálmum Davíðs. „Þótt ég gerði
undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar,” S1 139:8 og í S1 16:9-11
segir: „Fyrir því fagnar hjarta mitt, sál mín gleðst, og líkami minn hvílist
í friði, því að þú ofurselur Helju eigi líf mitt, leyfir eigi að þinn trúaði
sjái gröfina. Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti
þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.”
En þrátt fyrir þessi dæmi og fleiri sem tína mætti til þá er hitt hið
almenna viðhorf að þó öllu sé máske ekki lokið með dauðanum, þá sé
lítils að vænta „í dánarheimum, þangað sem þú fer, (þar) er hvorki
starfsemi né hyggindi né þekking né viska,” Pd. 9,10 og bæði héma
megin og hinum megin „sömu örlög mæta réttlátum og óguðlegum” og
„hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar,” Pd 9:2,5.
Spámennimir fluttu fyrirheiti um að hinn trúfasti Guð myndi
endurreisa ríkið og koma sínu réttlæti á á jörðu í fyrirheitna landinu og
hinni nýju Jerúsalem. Þeir skírðu heilög exodus minni þjóðarinnar til
nýrrar vonar um nýja frelsun, lausn, hjálpræði, einkum Deutero Jesaja.
Sá skilningur hafði líka glæðst í ljósi sáttmálstrúfesti Guðs að þeir sem
lifðu Guði en hurfu myndu einnig eignast hlutdeild í fyrirheitunum.26 Það
hlaut að hlotnast þeim og ekki síður þeim sem fómuðu lífi sínu fyrir
trúna og trúnað við lögmálið, sáttmálann í grimmilegri baráttu annarrar
aldar f. Kr. En hvað um þá sem í öllu bmgðust, níddu Guð og lögmál
hans og allt heilagt en allt gekk þó í haginn hjá? Sú spuming varð sífellt
26 Sbr. Jesaja, k. 24-27, einkum 26:19 og Esk. k. 37.
18