Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 43
Biblíuþýðingar og íslenzkt mál
stofnun Hins íslenzka biblíufélags 1815 færðist biblíuútgáfa að fullu inn í
landið og hafizt var fljótlega handa við endurskoðun Nýja testamentisins.
Talsverðar breytingar voru gerðar á textanum og áttu margir hlut að
verki. Það kom út á árunum 1826-1827. Biblían öll var gefin út í Viðey
1841 og hefur hún löngum verið kennd við prentstað sinn. Þá hafði
Gamla testamentið einnig verið endurskoðað og ýmsu breytt í Nýja
testamentinu frá fyrri útgáfu. Engra þýðenda er getið í formála en þar
kemur andi verksins glöggt í Ijós. Um Gamla testamentið er sagt:
En þó vér ætlumst til að þessi útlegging Gamla Testamentisins sé betri enn sú eldri, og
vída skiljanlegri, er þad einganveginn vor hugsan ad hún sé fullkomin eda allstadar
svo audveld skilníngi manna sem vér vildum óska, og eingra umbóta þurfi hér eptir.
Félagid þorir jafnvel ekki ad fullyrda ad hvprgi finnist stadir, hvar umbreitíng þess
sem ádur var, géti heitid naudsynleg eda gagnleg eda hún hafi allstadar ordid tíl bóta.6
Um Nýja testamentið segir meðal annars:
Þá mundi ei tiltpkumál, þó nokkru hafi verid þprf ad umbreita í hinni eldri Biblíunnar
úrleggíngu, sem ad spnnu var gjprd af dugnadarmpnnum, en samt ádur enn þau
vísindi er hér ad lúta hpfdu nád þeim vidgángi er þeim, med enum framlídandi tíma,
var ætladur; svo þó þessi útleggíng reyndist betri enn hin eldri, er þad meir tímanna
framf0r ad þakka, heldur enn þeim m0nnum er ad verkinu hafa unnid.7
Hér voru að verki menn er réttan skilning höfðu á verkefni sínu, lögðu
réttlátt mat á eldri þýðingar og síðast en ekki sízt viðurkenndu að þrátt
fyrir góðan vilja og ásetning fer aldrei svo að ekki megi um deila og
betur fara.
Að endurskoðun Nýja testamentisins unnu: Geir biskup Vídalín, sem
þýddi samstofna guðspjöllin en Sveinbjöm Egilsson fór yfir textann og
breytti allmiklu. Séra Ami Helgason þýddi Jóhannesarguðspjall og
almennu bréfin, Isleifur Einarsson postulasöguna, Steingrímur Jónsson
Rómverjabréfið, Jón lektor Jónsson Páls bréfin og Hallgrímur Scheving
þýddi Hebreabréfið. Sveinbjörn Egilsson þýddi opinberunarbók
Jóhannesar og mun hann hafa farið eftir gríska textanum. Hinir studdust
við danskar og þýskar biblíur. Haraldur Níelsson telur að séra Bjami
Amgrímsson hafi endurskoðað almennu bréfin8 en hvorki Steingrímur J.
Þorsteinsson9 né Magnús Már Lárusson10 geta þess.
Að Gamla testamentinu unnu einnig margir og áttu þar stærstan hlut
þeir séra Ámi Helgason, sem þýddi 1. Mósebók, Rutarbók, Samúelsbók
og Konungabækumar, Jobsbók, Davíðssálma, Orðskviðina, Prédikarann,
Ljóðaljóðin, Jeremía og Apókrýfu bækumar aðrar en 1. Makkabeabók,
og Sveinbjöm Egilsson sem mun hafa þýtt 2. Mósebók og allar
6 1841:111.
7 1841:111.
8 Haraldur Níelsson 1925, s. 190.
9 Steingrímur J. Þorsteinsson 1950, s. 75.
10 Magnús Már Lárusson 1957, s. 431.