Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 51
Biblíuþýðingar og íslenzkt mál
skyldi eg samt enga ólukku hræðast, því þú ert með mér, þín hrísla og stafur hugga
mig.
Engin frávik eru í biblíunni frá 1859.
Biblían 1866:
Drottinn er minn hirðir; mig mun ekkert bresta. 2 í grænu haglendi lætur hann mig
hvflast; að hægt rennandi vatni leiðir hann mig. 3 Hann hressir mína sál; hann leiðir
mig á réttan veg fyrir síns nafns sakir. 4 Þó eg ætti að ganga um dauðans skuggadal,
skyldi eg samt einga ógæfu hræðast, því þú ert með mér; þín hrísla og stafur hugga
mig.
Biblían:36
Jahve [Drottinn 1912] er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. 2 A grænum grundum
lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem eg má næðis njóta. 3 Hann
hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. 4 Jafnvel þótt eg fari
um dimman dal, óttast eg ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga
mig.
Texti Áma er um margt betri en texti Vaisenhúsbiblíu þótt ekki sé hann
rismikill. Óneitanlega hljómar betur að hvílast í grænu haglendi en að láta
fóðra sig í grænum haga. En minni reisn er yfir hann hressir mína sál en
hann endurnœrir sál mína. Mikill munur er á vendi og hríslu og er hríslan
líklega nær fmmtexta þar sem Bíblían frá 1908 notar hér í staðinn orðið
sproti og það stendur enn í útgáfunni frá 1981. Vöndurinn verkar
ógnvekjandi á lesandann en hríslan heldur aumlega.
1 Biblíunni 1866 er ólukku breytt í ógœfu og er það vel.
Mestur er hins vegar munurinn í útgáfunni 1908/1912. Sá texti er mun
skáldlegar orðaður en eldri textamir en um leið vel skiljanlegur þeim sem
les. Þótt bót hafi verið í að hvílast í grænu haglendi er þó enn betra að
hvílast á grænum gmndum. Og betur orðað er að óttast ekkert illt en að
hrœðast ógœfu þótt hún sé betri en ólukkan áður.
V aisenhúsbiblía:37
2 Heyrið þér himnar! og þú jörð! hlusta með eyrunum, því að Drottinn hann talar. Eg
hefi böm upp fóstrað [uppfóstrað 1813] og upphafið, og þau em fallin frá mér. 3
Nautið það þekkir sinn herra og asninn jötu síns herra, en Israel þekkir það ekki [eigi
1813] og mitt fólk skynjar það eigi. 4 O vei því synduga fólki! því fólki mikillra
misgjörða [misgerða 1813], þess illskufulla sæðisins, þeim skaðsömu bömum sem
yfirgefa Drottinn, þeir eð lasta þann hinn heilaga í ísrael og ganga á bak sér aftur.
Viðeyjarbiblía:38
2 Heyrið! þér himnar. Hlusta til! þú jörð því Drottinn talar. Eg hefí fóstrað böm og
uppalið þau, en þau hafa sett sig upp á móti mér. 3 Uxinn þekkir eiganda sinn, og
asninn jötu húsbónda síns; en ísraelslýður þekkir ekkert, mitt fólk athugar ekkert. 4 Vei
hinni syndugu þjóð! Vei þeim lýðnum, sem sekur er í þungum misgjörðum, því
afsprenginu vondra manna, þeim bömum er haga illa framferði sínu! Þeir hafa yfírgefið
Drottin, hafnað hinum heilaga Guði ísraels og snúið baki við honum.
36 1908/1912.
37 Jes 1: 2-4.
38 Sveinbjöm Egilsson.
49