Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 53
Biblíuþýðingar og íslenzkt mál
einrúmi, og hann, sem sér hvað í einrúmi skeður, mun veita þér það opinberlega.
Biblían 1908/1912:41
5 Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnaramir því að þeim er ljúft að
biðjast fyrir standandi í samkundunum og á gatnamótunum, til þess að verða séðir af
mönnum. Sannlega segi eg yður, að þeir hafa laun sín út tekið [tekið út laun sín 1912].
6En þegar þú biðst fyrir, þá gakk inn í herbergi þitt, og er þú hefir lokað dyrum
þínum, þá bið föður þinn, sem er í leyndum, og faðir þinn, sem sér í leyndum, mun
endurgjalda þér.
Meiri munur er milli Vaisenhúsbiblíu og Viðeyjarbiblíu en í Gamla
testamentisdæmunum hér á undan. Orðaröðin í tilvísunarsetningunni
hefur t.d. verið lagfærð til bóta. Líklegast hefur verið ranglega þýtt þar
sem stendur í Vaisenhúsbiblíu að biðjast fyrir í skólum en í Viðeyjarbiblíu
er þýtt að biðjast fyrir á strætum. Þama er merkingarmunur of mikill til
þess að um orðamun sé eingöngu að ræða. í Nýja testamenti Odds stendur
í samkunduhúsum og heldur Guðbrandur því. Hjá Þorláki er talað um að
biðjast fyrir í „soolum” og er það hugsanlega prentvilla fyrir sölum. í
Vaisenhúsbiblíu er síðan ranglega leiðrétt í skólum.
Offymingu tel ég vera að breyta svo að þeir sjáist af mönnum í til þess
að þeir verði sénir af öðrum sem helzt í útgáfunni frá 1866 og er aðeins
breytt í til þess að þeir verði séðir af mönnum í 1908/1912. I útgáfunni
frá 1981 er aftur þýtt nær Viðeyjarbiblíu með til þess að menn sjái þá.
Vaisenhúsbiblía:42
1. Eftir það að [- að 1813] Guð forðum mörgu sinni og margháttaðlega talaði til
feðranna, fyrir spámennina. 2 þá hefur [hefir 1813] hann á þessum síðurstu
[síðurstum 1813] dögum til vor talað fyrir soninn, þann hann setti til erfingja [erfinga
1813] yfir alla hluti, fyrir hvöm [hvem 1813] hann hefur [hefir 1813] eiminn
veröldina skapað. 3 Hvör [hver 7575], með því hann er ljómi hans dýrðar, og rétt
ímynd hans vem, og ber alla hluti með sínu kröftuga orði, þá hann hafði gjört [gert
1813] hreinsun vorra synda, fyrir sig sjálfan, þá setti hann sig til hægri handar tigninni
á hæðunum [hæðum 7575]. 4 Svo miklu æðri orðinn englunum, sem hann hefur
miklu framar þeim erft eitt hærra nafn.
Viðeyjarbiblía:43
1. Sá Guð, er forðum talaði til feðranna í fleiri skipti, og með mörgu móti fyrir munn
sinna spámanna, hann hefir á þessum síðustu tímum til vor talað fyrir soninn, 2 hvöm
[hvem 1827, hvem 7559] hann setti erfingja allra hluta, fyrir hvöm [hvem 1827,
hvem 1859] hann og svo heiminn skóp, 3 hvör [hver 1827, hver 1859], af því hann er
geisli hans dýrðar og eftirmynd hans vem, sem öllu stjómar með sínu kröfðuga orði,
þá settist hann til hægri hliðar gúðlegri hátign á hæðum, eftir það hann með dauða
sínum hafði hreinsað oss frá syndunum, 4 og er orðinn englunum þeim mun hærri,
sem hann hefir þeim háleitari tígn öðlazt.
Biblían 1866:
Eftir að Guð forðum hafði talað tíl feðranna oftsinnis, og með mörgu mótí, fyrir munn
sinna spámanna, hefur hann á þessum síðustu tímum til vor talað fyrir
41 Jón Helgason.
42 Heb 1: 1-4.
43 Hallgrímur Scheving.
51