Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 55
Biblíuþýðingar og íslenzkt mál
Enginn munur er á Nýja testamentinu 1827 og Biblíunni 1841.
Biblían 1866:
2. Eg þekki þín verk, þína mæðu og þolgæði, og veit, að þú ekki fellir þig við þá, sem
vondir eru; þú hefir prófað þá, sem hafa þótzt vera postular, en voru það þó ekki, og
hefir fundið, að þeir voru lygarar. 3. Þú hefir samt haft þolinmæði og umborið þá fyrir
míns nafns sakir og ekki þreytzt. 4. En það þyki mér að þér, að þú hefir sleppt þínum
fyrri kærleika.
Biblían 1908/1912:4?
2. Eg þekki verkin þín og erfiðið og þolinmæði þína, og að eigi getur þú sætt þig við
vonda menn; og þú hefir reynt þá, sem segja sjálfa sig vera postula, en eru það ekki,
og þú hefir komist að því, að þeir eru lygarar. 3. Og þú hefir þolinmæði, og byrðar
hefir þú borið fyrir míns nafns sakir og ekki þreytzt. 4. En það hefi eg á móti þér, að
þú hefir fyrirlátið þinn fyrri kærleika.
Sama er að segja um þýðingar Sveinbjamar úr Nýja testamentinu og áður
úr hinu Gamla að honum er sýnt að gera textann læsilegri en áður og ná
þannig betur til lesandans. Þekking hans á máli og stíl gerir honum kleift
að gæða textann meira lífi og lyfta honum þannig að lesandinn hrífst oft
með þótt skilninginn vanti. Það fylgdi einmitt málstefnu Fjölnismanna að
leita fyrirmynda í alþýðumáli. Sjálfsagt vantar á að þýðingamar séu
kórréttar en fallegar em þær margar og fegurri en bæði þær eldri og
yngri.
Sveinbjöm breytir þolinmœði í þolgœði og er því haldið í útgáfunni
1866. í 1908/1912 er aftur breytt í þolinmœði og í nýjustu biblíunni er
enn breytt í þolgæði. Nú getur þolgœði merkt 'þolinmæði' en venjulegri
skilningur er þó 'þrautseigja' og verður hér enn einu sinni að leita til
fmmtextans um réttan skilning. Erfiði er breytt í mæðu sem aftur er þýtt
með erfiði 1908/1912 og því haldið 1981. Þú kannt ekki hina vondu að
umlíða þýðir Sveinbjöm að þú ekki líður þá, sem vondir eru . í biblíunni
1866 er þetta þýtt með að þú ekki fellir þig við þá sem vondir eru en
1908/1912 að eigi getur þú sætt þig við vonda menn. Ljúgarar breytir
Sveinbjöm í lygarar og helzt sú þýðing enn og yfirgefa breytir hann í hið
hvundagslega sleppa. í 1866 er þar notar hið dönskuskotna orð fyrirláta
sem breytt er í afrœkja 1981. Að lokum breytir Sveinbjöm freista í prófa
sem þýtt er reyna 1908/1912 og haldið í útgáfunni 1981.
Niðurlag
Nú hefur verið stiklað á helztu atburðum í biblíusögu nítjándu aldar og
fram undir okkar daga. Af því sem fram hefur komið er ljóst að mikið
verk er óunnið áður en þeim endurskoðunum og endurþýðingum, sem
fram komu á þessum tíma, hafa verið gerð þau skil sem verðugt væri.
Margt má læra af þeim vinnubrögðum sem höfð voru í frammi og gæti sú
vitneskja nýtzt jafnt guðfræðingum sem málfræðingum. Þeir misjöfnu
textar, sem til em af biblíunni, lýsa vel viðhorfum manna til málfars og
47 Þórhallur Bjamarson.
53