Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 72
Gunnlaugur A. Jónsson
eins og sólargeisli inn í líf hans og honum hafi skilist að það skipti ekki
máli þó Biblían væri að mörgu leyti ófullkomin því hann hafði uppgötvað
hinn ósýnilega, andlega heim.54 Jón Helgason hefur einnig lýst því hversu
mikil áhrif sálarrannsóknimar (eða spíritisminn) höfðu á Harald og
hvemig ólík afstaða þeirra til spíritismans hafi valdið vinaslitum með
þeim. Haraldur hafi jafnvel tekið að hafa nýju guðfræðina, sérstaklega
hina þýsku sem Jón einkum fylgdi, á homum sér vegna afstöðunnar til
sálarrannsóknanna. „Minn gamli góðvinur gerðist blátt áfram hreinn
ofstækismaður á þessu sviði, svo að engu tauti varð við hann komið.“55
En svo mikil áhrif vom Haralds Níelssonar að það mun ekki ofmælt að
hann hafi mótað heila kynslóð íslenskra presta, og á hann vafalaust meiri
þátt í því en nokkur annar maður að enn hefur íslenska þjóðin sérstöðu
meðal frændþjóðanna á Norðurlöndunum um hversu stór hluti
þjóðarinnar trúir á líf eftir dauðann og álítur jafnframt að kristin trú og
spíritismi geti vel farið saman.56
Spíritísk áhrif í þýðingunni?
Það er eðlilegt að sú spuming vakni hvort svo sterk hrifning af
spíritismanum hafi ekki sett mark sitt á þýðingu Haralds.57 Fullnægjandi
svar við þeirri spumingu myndi krefjast sérstakrar og nákvæmrar
rannsóknar. Hér verður að nægja að benda á að þýðingarstarf Haralds var
mjög langt á veg komið þegar hann gekk spíritismanum á hönd og því
ekki mikil líkindi til að slíkra áhrifa gæti í stærstum hluta þýðingar hans.
Engu að síður kom gagnrýni í þessa vem fram á þýðingarstarfi hans þar
sem Haraldur var beinlínis sakaður um að hafa lesið hugmyndir spíritista
inn í texta Biblíunnar. Það var David Östlund, áðumefndur trúboði
aðventista hér á landi, sem fetti fingur út í að nú væri talað um „vofur“ í
Gamla testamentinu (Jes 25:19) þar sem áður hafði verið talað um „hina
framliðnu“. Þessi breyting þótti honum „andatrúarkennd“. í svari sínu við
54 Sjá Haraldur Níelsson, Kirkjan og ódauðleikasannanirnar. Rv. 1916, bls. 127n. Sbr.
einnig Pétur Pétursson, Spiritismen pd Island. Religio. Skrifter utgivna av Teologiska
Institutionen i Lund 23, 1987, s. 43.
55 Sjá Jón Helgason, Það sem á dagana dreif. Handrit, s. 323.
56 Sbr. hið merka rit þeirra Björns Björnssonar og Péturs Péturssonar, Trúarlíf
íslendinga. Studia teologica islandica. Ritröð guðfrœðistofnunar 3/1990, einkum s.
22-26.
57 í doktorsritgerð minni leitaðist ég m.a. við að sýna ffam á að jafnvel þeir fræðimenn,
sem hafa vísindalegt hlutleysi sem keppikefli séu alltaf háðir umhverfi sínu og
„uppáhaldshugmyndum" í ffæðilegum niðurstöðum sínum. Niðurstaða mín varðandi
þennan hluta ritgerðarinnar var sú, að sérhver ritskýring sé „ritskýring staða og
stunda" þ.e.a.s. að ritskýrandinn fái aldrei losað sig undan áhrifum frá samtíð sinni.
Þetta er að sjálfsögðu ekki ný niðurstaða, en ég þóttist geta bent á ákveðin dæmi er
sýndu þetta í túlkun nær allra þeirra fræðimanna er komu við sögu í rannsóknasögu
minni um imago Dei-vandamálið. Sjá Gunnlaugur A. Jónsson, The Image of God.
Genesis 1:26-28 in a Century of Old Testament Reseárch. Almquist & Wiksell
Intemational. Stockholm 1988, einkum s. 210-218.
70