Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 89
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
1. Það er markmið nefndarinnar að gefa út hefðbundna þýðingu. Gildandi texta skal
ekki raskað nema þegar brýn nauðsyn er til.
2. Gerðar skulu eftirfarandi lagfæringar á texta: a. Texti íslensku þýðingarinnar skal
samræmdur eftir nýjustu textaútgáfu Nestles.(Þó má breyta út af þessu í vissum
tilfellum.) b. Textinn skal athugaður ffá málfræðilegu sjónarmiði og staðir sem virðast
ónákvæmlega þýddir skulu færðir í réttara form, t.d. tíðir sagna. c. Taka má upp
orðalag eldri þýðinga þar sem það virðist mönnum tamara en gildandi texti og hefð
mælir með því. d. Nefndin kemur sér saman um þýðingu á smáorðum (kai (koU og
de (8e) o.s.ffv.), lh með sögnum að segja, um upphafsstafi, greinarmerki o.s.frv. e.
Orð og orðasambönd skulu samræmd þar sem það á við.
3. Þar sem merking frumtexta virðist ekki koma nógu skýrt fram í íslensku
þýðingunni (gildandi texta eða eldri þýðingum), þar sem hún er óheppilega orðuð eða
getur beinlínis valdið misskilningi og erfitt þykir að bæta úr með lagfæringum, skal
þýða að nýju. Þetta gildir t.d. þegar um ónauðsynlega umritun virðist vera að ræða
eða þegar orð og orðasambönd hafa breytt um merlangu í nútíma máli. Hins vegar
skal sem minnst hróflað við „biblíuorðum.”
4. Nefndin ræður starfsmann til að undirbúa fundi nefndarinnar.
Starf hans skal vera: a. Hann gerir athugasemdir við gildandi texta í samræmi við
samþykktir nefndarinnar. I vafaatriðum um íslenskt mál getur hann ráðfært sig við
íslenskufræðing, sem nefndin ræður sér til aðstoðar. b. Hann ritar upp eldri þýðingar,
sem talist geta mönnum tamari en gildandi texti (sbr 2c) og þýðingu dr. Asmundar
Guðmundssonar biskups. c. Hann gerir uppkast að nýjum texta. d. Hann sendir
nefndarmönnum ofangreind gögn a.m.k. viku fyrir hvem fund.
5. Nefndin heldur fundi vikulega (hálfs mánaðarlega) og ræðir hvert vers út af fyrir
sig. Nefndarmenn skulu greiða atkvæði um tillögur þær, er koma fram og ræður
einfaldur meirihluti. Ef vers þarfnast endurþýðingar, en nefndarmenn ekki ánægðir
með ffamkomnar tillögur, skal fresta afgreiðslu þess til næsta fundar eða til fundár þar
sem fleiri slík vers yrðu rædd.
Þegar nefndin hefur afgreitt kafla skal senda hann íslenskufræðingi til athugunar og er
hann hefur skilað áliti og nefndarmenn tekið afstöðu til athugasemda hans, skal
textinn teljast samþykktur.
6. Nefndin ræður íslenskufræðing sér til aðstoðar. Starf hans skal vera: a. Hann gefur
starfsmanni nefndarinnar upplýsingar í vafaatriðum um íslenskt mál. b. Hann les yfir
og gerir athugasemdir við texta þann, er nefndin afgreiðir. c. Hann mætir á fundum
nefndarinnar þegar þurfa þykir.
Þýðingamefndin hélt 197 fundi á ámnum 1962-1971 og þýddi Postula-
söguna og Samstofnaguðspjöllin. Samstofnaguðspjöllin vom gefin út til
kynningar á þýðingunni.13 Árið 1977 ákvað stjóm Hins íslenska
Biblíufélags að ráðast í nýja útgáfu á Biblíunni. Upphaflega stóð til að
prenta hina nýju þýðingu guðspjallanna og Postulasögunnar í þessari nýju
útgáfu en prenta bréf Nýja testamentisins í þýðingunni frá 1912 með
smávægilegum lagfæringum og stefna að því að ný þýðing á þeim yrði
tilbúin að 5-7 ámm liðnum frá útgáfudegi þessarar Biblíu. Þegar farið
13 Lœknir segir sögu. LúkasarguÖspjall þýtt úr frummálinu 1965- '67. Reykjavík. Hið
íslenska Biblíufélag 1968. Markús segir frá. Markúsarguöspjall þýtt úr frummálinu
1968-'69. Reykjavík. Hið íslenska Biblíufélag 1970. Matteus segir frá.
MatteusarguÖspjall þýtt úr frummálinu 1970-'71. Reykjavík. Hið íslenska
Biblíufélag 1974.
87