Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 97
Ný viðhorf við biblíuþýðingar
Það eru einkum tveir þættir sem ég hyggst ræða hér, annars vegar
greining orða í merkingarþætti40 (componential analysis) eftir
málvísindalegum aðferðum og hins vegar flokkun þeirra í merkingarsvið
(semantic domains).
Heildarflokkun orða í merkingarsvið er nokkuð á reiki og byggir ekki
ætíð á málvísindalegum grunni. Enda þótt vel hafi tekist að flokka
orðmyndir og setningar í kerfi er öðru máli að gegna um merkingar
orða. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með misgóðum árangri.41
Greining á merkingarþáttum orða og flokkun þeirra í merkingarsvið
hljóta að vera háð hvort öðru. Erfitt virðist að flokka orð í
merkingarsvið nema áður sé búið að greina merkingarþætti þeirra. Erfitt
er einnig að greina merkingarþætti orðs án þess að skoða þá í einhverju
heildarsamhengi. Efniviður tungumála er margþættur og fjölbreytilegur
eins og mannshugurinn og háður margbreytilegum aðstæðum og þarf
aðgát við að koma honum í kerfi. Hætt er við að hver skoði þennan
efnivið út frá eigin aðstæðum að meira eða minna leyti.
I sjálfu sér er verkefnið að koma orðaforða allra tungumála í eitt
fastmótað kerfi eftir merkingu það flókið að efa má að það sé
framkvæmanlegt. Margir tengja nöfn þeirra J. Triers42 og L.
Weizgerbers43 við kerfismerkingarfræði (structural semantics) en ýmsar
endurbætur hafa verið gerðar á kenningum þeirra. í stórum dráttum
virðist vera um tvenns konar aðferðir að ræða eftir afstöðu manna til
efniviðarins. Annars vegar eru aðferðir sem stefna að því að finna
merkingarkerfi í orðaforðanum eins og hann kemur fyrir í mannlegum
samskiptum í sögu og samtíð. Hins vegar eru aðferðir sem reyn^ að
afmarka orðaforðann sem mest frá raunveruleikanum utan textans með
ýmissi leitartækni áður en farið er út í merkingargreiningu.
Ég ætla hér á eftir að greina stuttlega frá þrem tilraunum til að byggja
upp merkingarkerfi tungumála. Það eru í fyrsta lagi rannsóknir hins
svonefnda Túbingenskóla í merkingarfræði, en aðalforvígismaður hans
var hinn kunni málvísindamaður E. Coseriu. f öðru lagi eru það
rannsóknir sem unnar hafa verið við enskudeild Glasgowháskóla undir
40 Sbr. E.A. Nida, Componential Analysis of Meaning. An introduction to semantic
structures-, Mouton The Hague 1975; Ch. Kay & M.L. Samuels, „Componential
Analysis in Semantics: Its Validity and Applications,“ Transactions of the
Philological Society 1975 s. 49-79; A. Wierzbicka, English Speech Act Verbs. A
semantic dictionary Academic Press Sydney - London 1987; D.A. Cruse, Lexical
Semantics, Cambridge 1986.
41 T. Chase, The English Religious LexL;The Edwin Mellen Press, Lewiston, New
York 1988. M.A.K. Halliday, Language as Social Semiotic. The Social
Interpretation of Language and Meaning\Edwin Arnold, London 1978. H-J
Eikmeyer & H. Rieser (útg.), Words, Worlds, and Contexts.
42 J. Trier, Der deutsche Wortschatz im Sinnbezirk des Verstandes. Die Geschichte
eines sprachlichen Feldes I: Von Anfang bis zum Beginn des 13. Jahrhunderts.
Heidelberg 1931.
43 L. Weisgerber, „Die Sprachfelder in der geistigen Erschliessung der Welt.“
Festschrift fiir Jost Trier zu seinem 60. Geburtstag am 15. Dezember 1954.
Meisenheim 1954 s. 34-49; sami, Das Menscheitsgesetz der Sprache als Grundlage
der Spracwissenschaft. 2.útg. Heidelberg 1964.
95