Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 170
Stefán Karlsson
þeirra er debitor þýtt bókstaflega mep nafnorði, og það er skulderi eða
skuldari í elstu íslensku textunum, ísHómA (í skýringu), ísHómB og
ísHómC. Þetta orð hefur trúlega einnig verið í þeim íslenska texta sem
lá að baki G1555. Sama orð er í norska textanum Alk619, en hinir
textamir í norsku hómilíbókinni hafa skuldarnautur (NHómB) og
sökunautur (NHómA). Eitt tilbrigðið enn er í íslenska textanum Alk685,
skuldarmaður, en í Alk688 er skuldunautur, og notkun þess orðs í
bæninni er sýnilega orðin ríkjandi hér á landi a.m.k. undir lok miðalda;
það er í Leif, 687 og 696, og það er einrátt í textum
siðbreytingarmanna og síðan, a.m.k. í Mt, í öllum biblíum nema B1841.
Nokkrir elstu íslensku textanna hafa hér ekki nafnorö heldur
tilvísunarsetningu með sögn, misbjóða ísHómD, afgera við ísHómE,
hafa misgert við ísHómA, og norski textinn 64 hefur hafa misgert með.
Líku máli gegnir um Lk-textana í íslenskum biblíum um langt skeið;
þeir hafa tilvísunarsetningu með lýsingarorði, skyldugur B1644Lk,
B1728Lk og B1747Lk86 eða sögn, syndga móti B1813Lk. Loks hefur
B1841 þess háttar orðalag bæði í Mt og Lk, brjóta á móti B1841Mt og
hafa misgjört við B1841Lk. — í öllum íslensku Lk-textunum frá og
með B1644 — nema B1841 — kemur fram samsvörun við omnes í
VulgLc, þ.e.a.s. allir í þeim flestum, en sérhver í B1728. — Lang-
flestir textanna frá upphafi vega hafa sögnina fyr(ir)gefa í báðum
hlutum bænarinnar. Undantekningar eru aðeins gefa upp í Leif og
(e.t.v. með Leif að fyrirmynd) hafa gefið upp B1912Mt, þar sem segja
má að myndin sé heilli (gefa upp skuldir). í norska textanum 64 og í
OG1540Mt og B1584Mt er sögnin fyrirláta\ þar er um þýsk-dönsk áhrif
að ræða, komin eftir mismunandi leiðum. B1908Mt og B1912Mt hafa
sögnina í seinni setningunni í fortíð, en allir aðrir textar hafa hana í
nútíð (sbr. mismuninn dimisimus : dimittimus í Vulg). Boðhætti
sagnarinnar í fyrri setningunni fylgir þú í öllum miðaldatextunum nema
norsku textunum NHómA og 64 og í Leif626 (en norski textinn NHómB
og Leif624 hafa þú). Á siðbreytingartímanum hefur ME1555a þú, en
allir aðrir textar frá þeim tíma og síðar hafa boðháttinn einan. —
Samsvörun við ipsi í VulgLc kemur aðeins fram í B1908Lk og
B1912Lk, sjálfir. — Nokkur munur er á því hvemig síðari setningin í
5. bæn er tengd við þá fyrri. Allir miðaldatextamir hafa hér svo sem
eða sem (sbr. sicut VulgMt). ME1555ab hefur sem en ÓH1562 svo sem,
og þau orð hafa allir biblíutextar í Mt, nema B1841Mt sem hefur
hversdagslegra orðalag, eins og. OG1540Lk, B1584Lk og B1813Lk eru
einnig með svo sem, en aðrir biblíutextar tengja á annan veg í Lk (sbr.
siquidem VulgLc), því B1644Lk, B1728Lk, B1747Lk, B1841Lk og
B1866Lk, því að B1908Lk og B1912Lk og enda B1981Lk. —
Atviksorðið og kemur fyrir í einum elstu textanna, ísHómB, en síðan
ekki fyrr en í B1728. Upp frá því er orðið í flestum biblíutextum, en
86 Nýja testamentið danska 1529 (sjá nmgr. 76) hefur í Lk-texta „som oss ere
skyldige”.
168