Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 199
Samanburður á Nýja testamentinu 1813 og 1827
Við útgáfu Biblíunnar 1841 var NT 1827 tekið þar upp, að nokkru
breytt, og eins og segir í formála: „ætlum vér ad sú umbreitíng þyki ei
allstadar óþprf; þá mundi ei tiltpkumál, þó nokkru hafi verid þprf ad
umbreita í hinni eldri Biblíunnar útleggíngu, sem ad spnnu var gjprd af
dugnadarmpnnum, en samt ádur enn þau vísindi er hér ad lúta hpfdu nád
þeim vidgángi er þeim, med enum framlídandi tíma, var ætladur; svo þó
þessi útleggíng reyndist betri enn hin eldri, er þad meir tímanna framfpr
ad þakka, heldur enn þeim mpnnum er ad verkinu hafa unnid.” [III]
Lítið er um viðbrögð manna við NT 1827 vitað, en mönnum þótti
þegar frá leið að orðfærið væri of hversdagslegt og ekki fyllilega
samboðið efninu. Deilumar um útgáfuna 1866 milli Eiríks Magnússonar
og Guðbrands Vigfússonar snémst að nokkm um stefnuna í NT 1827. Um
það skrifaði Eiríkur á greinargóðan hátt í blaðinu Norðanfara árið 1870:
menn vildu rita gott mál og taka það eins og það lifði á vörum þjóðarinnar, svo að eins
þótti íslenzkunni borgið. En þessu varð ekki ávallt komið við og þegar frá skyldi víkja
hinu lifandi máli lágu ýmsir steinar í götu ólukku latínan á einn bóginn, og danskan á
hinn; varð því allopt ofan á að hin íslenzka hugsun náði sjer ekki, með því margir
þeirra, er rituðu höfðu ekki numið rithátt sinn af þjóðlegum fræðum, heldur erlendum.
Þessu sem nú hefi jeg sagt virðist mjer megi með engu móti gleyma er dæma skal um
hina endurskoðuðu útgáfu Nýja Test. frá 1826. Það er öldungis víst að það var
meðvitundin um það hvað íslenzkan hefði verið á gullöld bókmennta vorra, og á
öskuöld niðurlægingar sinnar í sambandi við þessa hálf-ósjálffæru ritstefnu er kom
þeim svip á Nýja Test. sem það fjekk þá, eins og það er öldungis víst að það var ekki
trúarringl endurskoðendanna. Mönnunum gekk gott eitt til. Þeir vildu hafa þýðinguna
íslenzkulegri en hún var á Guðbr.biblíu, og þeir gjörðu hana óneitanlega fslenzkulegri
þó að blærinn yrði of óveglegur og málfærið hversdagslegt; einmitt það sem
þýðendumir þá álitu fegurst. Þeim gekk hvorki fyrirlitning á Guðs orði til þessa, nje
nokkur annar siðferðislegur sljóleiki, þeir gjörðu það eptir beztu sannfæringu; en
smekk og skynbragð skorti þá og meðfram nægan kunnugleik á biblíuþýðingar
reglum, til þess að leysa verkið svo af hendi að menn gætu unað við það til langffama.
En undan þessu er þó skilin opinberunarbókin sem er meistaraverk, eins og við mátti
búast, er Dr. S. Egiísson hafði hana með höndum til þýðingar.29
Því má velta fyrir sér, hvað átt sé við með því að blærinn á 1827 hafi
verið „of óveglegur og málfærið hversdagslegt”. Líta má á nokkur málleg
atriði sem breytt er frá 1813 til 1827 og gætu verið ástæða til ummæla
sem þessara.
Sémöfn eru færð í íslenskan búning: til Pilatum > til Pílatusar Mt
27,62; af Galilæa > úr Gahlæu-landi Lk 23,55; á Christum > á Krist Kól
2,5; Egyptus > Egyptaland Opb 11,8.
Neituninni eigi er breytt í ekki, t.d. Lk 24,3 og 1 Kor 13,3.
Óákveðna fomafnið einn er tekið burt eða flutt aftur fyrir nafnorð: í
eina grpf > í grpf Mk 6,29; eitt fiall > fjall eitt Mt 5,1.
Eignarfomafn er flutt aftur fyrir nafnorð sem það stendur með eða
fellt niður: heil ... af sinne plágu > heil ... meina sinna Mk 5,28/29; hans
læresveinar > Lærisveinamir Mt 5,1; sínum fíkum > fíkjum sínum Opb
29 Norðanfari 6. sept. 1870, nr. 34-35, 67-68.
197