Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 209
Sundurgreinilegar tungur
Víst er að þessi festa stafar að einhverju leyti af því að íslenskt mál
hefur tekið óvenju litlum breytingum frá dögum Odds til okkar tíma og
mun minni en tungumál flestra annarra þjóða. Þetta tekur sérstaklega til
kjama orðaforðans og beygingakerfisins. Við þetta bætist að guðsorða-
bækur hneigjast alla jafna til að vera íhaldssamar hvað varðar málfar.
Fólk lærir einstaka ritningargreinar í bemsku og gerir þær kröfur að
þeim sé haldið óbreyttum.
Festan sýnir þó einnig ljóslega mat manna á þýðingu Odds og það hve
vel mál hans og stíll hafa haldið gildi sínu þar sem mest er til vandað.
Auðvelt er að bena á fjölmarga staði í síðustu útgáfu Nýja testamentisins,
frá árinu 1981, þar sem uppistaðan er texti Odds. Þetta nær ekki aðeins til
einstakra orða og orðasambanda. Víða standa jafnvel heilar setningar eða
málsgreinar nánast eða alveg óbreyttar. Sem dæmi um slíkan kafla má
taka Jh 6:47-51.
Þýðing Odds:
Sannlega, sannlega þá segi eg yður að hver sem tníir á mig, hann hefir eilíft líf. Eg em
lífsins brauð. Feður yðrir átu himnabrauð í eyðimörku og eru dauðir. Þessi er það
brauð sem ofan sté af himni að hver sem etur af því, hann deyr eigi. Eg em það lifanda
brauð sem af himni sté ofan. Hver sem etur af þessu brauði, sá lifir eilíflega. Og það
brauð, sem eg mun gefa, er mitt hold, hvert að eg mun út gefa heiminum til lífs. (198)
Þýðingin frá 1981:
Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir, hefur eilíft líf. Ég er brauð Iífsins.
Feður yðar átu manna í eyðimörkinni, en þeir dóu. Þetta er brauðið, sem niðúr stígur
af himni. Sá sem etur af því, deyr ekki. Eg er hið lifandi brauð, sem steig niður af
himni. Hver sem etur af þessu brauði, mun lifa að eilífu. Og brauðið, sem ég mun
gefa, er hold mitt, heiminum til lífs.
Eins og þessar tilvitnanir bera með sér stendur hér furðu mikið eftir af
texta Odds, enda er þýðing hans nákvæm en málfarið einfalt og vandað og
að mestu leyti án erlendra áhrifa. Sem vænta má eru meginbreytingamar
á orðmyndum, orðskipun og setningaformi og miða þær eðlilega að því
að sveigja textann nær venjulegu nútímamáli. Orðaforðinn er hins vegar
svo til hinn sami. Nánast það eina sem ber á milli er að nú er rætt um
„manna“ þar sem Oddur talar um „himnabrauð“ og má að minnsta kosti
leikmönnum þykja slæm býti í því.
Þegar horft er til orðaforða þessa kafla er reyndar athyglisvert að sjá
að þýðingin frá 1981 stendur að sumu leyti nær texta Odds en þýðingin
frá 1912 gerði, en þar stóð meðal annars: „Þetta er brauðið sem kemur
niður af himni, til þess að maður neyti af því og deyi ekki.“ Þó munu
þýðendumir frá 1912 ekki síst hafa sótt sér fyrirmyndir til Biblíu
Guðbrands Þorlákssonar þar sem texti Odds var gmndvöllur Nýja testa-
mentisins.
En það dæmi sem hér hefur verið rætt um segir vissulega ekki alla
söguna um varanleika þýðingar Odds. Þannig er ljóst að mörgu því sem
sérkennir málfar Odds hefur nú verið útrýmt að fullu og öllu. Þetta nær
ekki aðeins til úreltra orða eða erlendra tökuorða, heldur einnig til
207
L