Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 213
Sundurgreinilegar tungur
Erlend tökuorð
Þegar þýðing Odds er borin að Ijósi nútímans sést að málnotkun hans
hefur iðulega beinst í þveröfuga átt við þá sem við eigum nú að venjast.
Þannig er sýnt að margt það sem nú er almennt talið „rangt“ mál, „vont“
eða „óíslenskulegt“ hefur í raun verið talið „gott og gilt“, jafnvel „fínt“,
meðal menntaðra manna á sextándu öld. Þetta á ekki síst við um notkun
erlendra tökuorða sem munu flest hafa verið bundin við lærðra manna
skrif, sérstaklega guðsorðabækur, en komust sjaldan inn í alþýðlegt
talmál. Þessi orð hafa markað notendunum vissa sérstöðu og ítrekað
yfirburði þeirra yfir ómenntaðan almúgann.
Stærsti hluti þessara orða er af lágþýskum eða dönskum uppruna þótt
latnesk orð komi einnig fyrir. Flest taka þau til hversdagslegra hluta,
hugtaka og fyrirbrigða, og hefði því sjaldnast veist erfitt að finna algeng
íslensk orð í stað þeirra. Þetta gildir sérstaklega um lágþýsku orðin, eins
og vel sést í þýðingu Odds, en þar standa oft hlið við hlið í textanum
íslensk orð og erlend sömu merkingar:
„En ef þér fyrirlátið eigi mönnum sínar misgjörðir, þá mun yðar faðir
og eigi fyrirgefa yður yðrar syndir“ (20); „En þénararnir gengu til
húsföðursins [...]. Þjónarnir sögðu þá“ (36); „skilji þér eigi [...]. Þá
undirstóðu þeir“ (42); „einn yðar mun svíkja mig. [...] hann mun mig
forráða“ (65); „En þar voru nokkrir skriftlærðir sem sátu þar og
hugsuðu í sínum hjörtum: [...] Því þenki þér þetta í yðrum hjörtum?“
(78); „í hinum tólfta [kapítula] lærir hann [...]. í þrettánda kapítula Æe/m/r
hann“ (317), þ.e. „lehret er“ á báðum stöðum í texta Lúthers; „í fyrsta
kapítula býður hann [...]. í öðmm bífalar hann“ (448); „Brenni/ormr og
syndoffur þókknast þér ekki“ (482).
Þessi dæmi sýna ljóslega hve sjálfsögð Oddi hafa verið hin erlendu orð.
Þau hafa einfaldlega verið hluti af virkum orðaforða hans sem hann hefur
notað á meðvitaðan hátt. Þau hafa í senn lyft textanum upp yfir
hversdagslega ræðu og gefið honum aukna tilbreytingu, en Oddur hefur
augsýnilega lagt mjög mikið upp úr því síðar nefhda.
Auðveldara er að virða Oddi til vorkunnar notkun hans á latneskum
orðum. Bæði em þau tiltölulega fá og taka oftast til hluta eða fyrirbæra
sem hafa verið með öllu framandi í íslenskri menningu 16. aldar. Nefna
má heiti ýmissa plöntu- og steinategunda sem eiga jafnvel enn á okkar
dögum ekki fullgild íslensk heiti: aneth, ciminum, alabastrum, japis, safír,
kalsedóníus.
Fyrir kemur þó að Oddi hefði verið lítill vandi á höndum að finna
íslensk orð sömu merkingar og latnesku orðin sem notuð em: „er
himnaríki líkt fólgnum fjársjóð [...] hann líkist þeim húsföður sem
framber af sínum thesaur nýtt og gamalt“ (37); „En þá Páll appelleraði að
hann geymdist" (294); „Og friður Guðs regeri í yðrum hjörtum“ (433).
Þá er sérstaklega algengt að Oddur noti ýmist íslenskar eða latneskar
211