Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 229
Eru þýðingar vísindi
þau form sem orðræðan getur tekið á sig án þess að láta sér merkingu
hennar nokkru varða.” Todorov kallar slíka bókmenntarýni „níhílíska
bókmenntarýni.”15 Mætti nefna hana tómhyggjurýni á íslensku.
Frá guðfræðilegu sjónarmiði em þessi viðhorf hin mikilvægustu fyrir
aðferðafræði í biblíurýni og útleggingu.16 En sökum rúmleysis verður
þeim málum ekki gerð skil að sinni. Hins vegar skipta þessi verkefhi sem
hér blasa við um túlkun miklu máli fyrir þýðingarfræðin vegna þeirrar
áherslu sem Todorov leggur á hvemig verkið er skynjað af viðtakendum
þess. Útleggingin er því í miðpunkti.17
Fjarlægðin
En hér skilur milli feigs og ófeigs: Þýðandinn verður að gera sér grein
fyrir fjarlægðinni frá upphafsverkinu. Ella er þýðingin fölsun. „Ef
Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðimir til ónýtis.” Ef þýðingin er
ekki gerð í réttum anda, er hún fölsk. En þýðing sem er „rétt” í þeim
skilningi að hún gefi hina einu „réttu” merkingu og hinn eina „rétta” texta
er ekki til. Hugmynd aldamótanna síðustu um möguleika „vísindalegrar
þýðingar” (orðréttrar) reyndist tálsýn við framrás málvísinda og
heimspeki tungumálsins.
Margur kynni að óska þess að Islendingar gætu eignast biblíuþýðingu
sem væri laus við útleggingu þýðandans svo að tryggt væri að menn
fengju í hendur hinn sanna gríska og hebreska texta ritninganna í íslenskri
þýðingu, ómengaðan af skilningi þýðandans. Þetta er óframkvæmanlegt
nema með einu móti: að gefa út Biblíu þar sem öðmm megin á opnu væri
íslenska þýðingin og hinum megin hebreski og gríski textinn. Sá sem vill
vita nákvœmlega hvað biblíutextinn segir verður að leggja það á sig að
læra grísku, hebresku og arameísku. Og raunar er málið enn flóknara,
þar sem ekki er alltaf ljóst við hvaða texta skal miða, hvort velja skal
Massoretatextann (í Gamla testamentinu) eða þann hebreska texta sem
liggur til gmndvallar grísku fomþýðingunni frá því um 200 f.Kr. (eða
önnur yngri textavitni), og í Nýja testamentinu hverja af þeim þúsundum
af mismunandi lesháttum sem er í þeim aragrúa af handritum og
handritabrotum sem til em og menn hafa rannsakað og lagt mat á um
meira en aldar skeið.
En verk þýðandans, hversu óframkvæmanlegt sem það kann að virðast
vegna þeirrar fjarlægðar sem ávallt verður milli þýðingarinnar og hins
upphaflega listaverks eða trúarbókar — er nauðsynlegt vegna þess að það
15 Sama rit, s. 6..
16 Þess má geta til gamans að Wemer H. Schmidt leggur mikla áherslu á útleggingu í
bók sinni Alttestamentlicher Glaube in seiner Geschichte, 1987, sem notuð er við
guðfræðideild. Hann talar um útleggingu, Auslegung (exposition), og tileinkun eða
heimfærslu, Aneignung (appropriation). An þessa tvenns er enginn skilningur
mögulegur.
17 Með málfræðilegri (morfólógískri) og setningarfræðilegri greiningu verður aðeins
yfirborðsgerð textans fundin, en djúpgerðin með útleggingu. Það er djúpgerðin sem
ræður ferðinni við þýðingu, ekki yfirborðsgerðin.
227