Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 235
Eru þýðingar vísindi
beitir við þýðinguna listrænum hæfileikum sínum við tungumál
þýðingarinnar; og biblíuþýðandinn lifir sig inn í hin guðlegu sannindi og
hefur í huga tjáningu þeirra í sögu og samtíð.
Pýðing, skilningur og útlegging
í fyrirsögn þessarar greinar spyr ég hvort þýðingar, rannsókn á
aðferðafræði þeirra og önnur umfjöllun, séu vísindi. Þeirri spumingu vil
ég svara með því að vísa til vísindaskilnings nútímans í þýskumælandi
löndum og á Norðurlöndum. Þar em flokkaðar sem vísindi rannsóknir
sem byggja á rýni, rökum og gagnrýnum sjónarmiðum. Þær rannsóknir
em taldar vísindi sem em gagnrýnar og horfa á fyrirbærin sem rannsaka
skal undan víðasta mögulega sjónarhomi og leitast við að finna reglur sem
em að einhverju marki algildar, en þetta em einkenni mannlegra fræða.
Nokkuð örlar hins vegar á svokölluðum pósitívisma hér á landi meðal
þeirra sem fást við tungumál og bókmenntir. Er það 19. aldar stefna sem
tekur það eitt gilt sem vísindi sem mælanlegt er og veganlegt að einhverju
marki. Nánd margra fræða svo sem bókmenntarýni og listtúlkunar er þá
talið sanna óvísindalegt eðli þeirra.
Þessi úrelta kenning nærist oft á nátturuvísindunum, líkt og blóðsugan á
líkama stórra dýra. Menn taka beinlínis náttúmvísindin sem fyrirmynd
eða „líkan” fyrir vísindalega aðferð í mannlegum fræðum til óbætanlegs
tjóns fyrir mannvísindin. Frá mínum bæjardymm séð em slík „vísindi”
sem fjalla um tungumál og bókmenntir, Biblíuna þar með, frá
ofangreindum sjónarhóli einum saman ekki annað en prjónaskapur. Þegar
búið er að kenna mönnum að fitja upp á, getur hver auli haldið
prjónaskapnum áfram. Aftur á móti verða verkefnin þá fyrst erfið og
vísindaleg þegar tekið er til við að fjalla um merkingu þess sem skrifað
stendur. En án rannsóknar á merkingu, án útleggingar verður aldrei neinn
bragur á þýðingu. Túlkunarfrœðin (hermeneutik) er hið eiginlega og
erfiða verkefni í umfjöllun foms texta. Þá fyrst reynir fyrir alvöru á
vísindalega fæmi. Að sönnu er hugmyndaafl án þekkingar lítils virði í
vísindum og fræðum, en minna má á orð Einsteins um vísindin, að
hugmyndaaflið sé mikilvægara en þekkingin.
Þýðing grundvallast á vísindum, eins og að ofan er lýst, og eru þau
fræði á sviði málvísinda, heimspeki, málfarsheimspeki og ritskýringar.
Margir hérlendir menn hafa skrifað um þýðingarvísindi og
nútímaþýðingar en sennilega engir jafnmikið og Ástráður Eysteinsson34
og þeir Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson, sem skrifuðu heila bók
um efnið, ómissandi handbók öllum þeim sem við þýðingar fást.35 Hér er
34 Auk greina hans sem hér hafa verið greindar sjá „Af annarlegum tungum: Þýðingar
og íslensk bókmenntasaga eftir stríð,” Andvari, 114. ár, 1989, s. 99-116, og
„Bókmenntir og þýðingar,” Skírnir 158, 1984, s. 19-65. Heiti þýðingarfræðanna er á
þýsku Ubersetzungswissenschaft en á ensku Translation Studies í samræmi við þá
ensku málvenju að science merldr einvörðungu náttúruvísindi. Sjá Skímisgreinina s.
63, n.7.
35 Heimir Pálsson, Höskuldur Þráinsson, Um þýðingar. Reykjavík: Iðunn, 1988.
233