Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 250
Jón Sveinbjömsson
Kaflamir um samstofnaguðspjöllin og um kímni Jesú þar sem tekin
eru dæmi úr rabbínskum ritum til samanburðar em mjög athyglisverðir
og varpa oft fersku ljósi á guðspjallafrásagnimar, en þar með er ekki
sagt að lesandinn þurfi alls staðar að vera sammála höfundi í öllum
atriðum. Höfundur notar í stómm dráttum flokkun Claviers. Hann gerir
greinarmun á: A. Kímni án skops og B. Kímni með skopi. Til fyrra
flokksins telur hann sögur eins og samtal Jesú við Pétur um
skattpeninginn (Mt 17,24-27) og söguna um systumar í Betaníu (Lk
10,38-42). Til síðara flokksins heyra aftur á móti sögur eins og sögumar
um kanversku konuna (Mt 15,21-28) og um bersyndugu konuna (Jh 8,1-
11).
Um kímni Jesú segir höfundur (bls. 210)
Mín ályktun er því að kímni og skop Jesú hafi öll einkenni rabbfnismans - og um leið
spámannanna - en rabbínsk fræðsla og uppeldisaðferðir voru undir áhrifum
alþjóðlegra strauma, eins og fljól, sem safnar vatni úr mörgum uppsprettum án þess
þó að slitna úr sambandi við frumuppsprettu sína, - Tora (Iögmálið). Aðeins einn
þessara lækja, sem skiluðu sér í fljótið, voru hin „sókratísku" áhrif frá grísku skopi.
Þegar ég held því fram, að finna megi kímni og skop í orðum Jesú, bæði predikun og
samtölum, þá á ég ekki við, að hann hafi alltaf og undir öllum kringumstæðum tjáð
sig á þennan hátt. Ekki einu sinni, þegar tilfinningamar voru í samræmi við það. Ég á
aðeins við það, að ég hefi fundið í mörgum ummælum guðspjallanna nokkrar líkur til
þess, að Jesús hafi haft smekk fyrir því broslega og gamansama.
Dr. Jakob er ekki einn um að nota bókmenntaaðferðir til þess að komast
þangað sem sögurýnendumir hefðu viljað ná fram til. Vel getur verið að
þessar rannsóknir hjálpi til þess. Meginkosturinn við bókina er að
mínum dómi að hjálpa mönnum að ljúka upp texta Biblíunnar. Bókin
hvetur lesendur til þess að lesa guðspjöllin út frá eigin brjósti, sjá
mannlegu þætti frásagnanna og velta þeim fyrir sér. Það var markmið
fomra höfunda að hræra við lesendum, fá þá til að hugsa upp á eigin
spýtur. Það er stundum eins og menn séu ragir við að lesa biblíutexta án
þess að hafa aðgang að „réttri" útleggingu þeirra. Bók séra Jakobs fær
lesandann til þess að lifa sig inn í frásöguna og glíma við efnið. í þessu
sambandi langar mig að minnast á þætti séra Bemharðs Guðmundssonar í
ríkisútvarpinu á sunnudagsmorgnum. Þeir em af sama tagi. Séra
Bernharður fær þar ýmsar konur og karla sem teljast ekki til
guðfræðilegra handverksmanna til þess að glíma við guðspjallatexta og
ræða um þá. Oft má finna þar ferskleika sem sérfræðingamir búa ekki
alltaf yfír. Bók séra Jakobs ætti að ýta undir slíkan lestur.
Það er mikill fengur að fá doktorsritgerð séra Jakobs yfir á íslensku
þannig að allir geti notið góðs af. Þýðingin er á lipru máli en nokkur
ókostur er að latnesk orðasambönd em sums staðar óþýdd og virðist það
í ósamræmi við anda bókarinnar. Tvímælalaus kostur er að orðaskrám í
lok bókarinnar. Þar má fletta upp ákveðnum stöðum í Nýja testamentinu
og sjá hvemig höfundur fjallar um þá án þess að þurfa að fara í gegnum
alla bókina.
248