Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 145
standa spádómshefð síðgyðingdómsins nær en öðrum hefðum. Kenning
von Rad byggði ekki síst á því að persónur í aðalhlutverkum opinberunar-
bókmennta, eins og Daníelsbókar, voru spekingar eða fræðimenn.44 Vand-
inn við þessa hugmynd, segir Scott, liggur á hinn bóginn í því að ummæli
og dæmisögur Jesúhefðarinnar innihalda íjarri því allar hefðir sem rekja
má til opinberunarbókmennta.45
Ummæli úr Jesúhefðinni sem varðveitt eru í Ræðuheimild46 samstofna-
guðspjallanna, Q 6.27-36 (um hefnd), tekur Scott sem dæmi um lögmáls-
texta í spekiummælum. Þegar þessi ummæli eru rannsökuð ofan í kjöl-
inn þá birtist upprunalegasta mynd þeirra sem nokkurs konar skopstæling
bæði á lögmálshefð Gyðinga og á spekinni sem myndar hluta ummælanna.
í Ræðuheimildinni má sjá hvernig útgefandi hennar leitast við að ýta lög-
málsvísuninni til hliðar og hvernig hann upphefur tilhöfðunina til spek-
innar með því að leggja áherslu á Q 6.29 (þ.e. ummælin um að vera sleginn
á aðra kinnina). Þegar höfundur Matteusarguðspjalls tekur þessi ummæli
upp í guðspjallið úr Ræðuheimildinni notast hann á hinn bóginn við þau
með viðbótum sínum til að hnykkja á túlkun sinni á lögmálinu sem Scott
telur liggja að baki textanum. Loks bendir Scott á hvernig ummælin eru
túlkuð í hinni rabbínsku hefð en þar stýrir hugmyndin um lögmálið til-
einkun úr spekihefðinni, „Tóra er speki“.47
44 Theologie des Alten Testaments, Band II, Die Theologie derprophetischen Úberlieferungen 1975 [1960], s. 316-
323.
45 „Jesus as Sage,“ s. 400. Scott fjallar einnig um hugmyndir sem tengja JesúhefSina við Kýníkea en hafnar þeirri
samlíkingu á þeim grundvelli að um sé að ræða ólíkar hefðir hvað varðar innihald og form (ibid., s. 400-402).
Rök Scott í þessu samhengi standast engan veginn yngri rannsóknir sem einmitt hafa sýnt fram á tengsl á
milli Kýnikea og Jesúhefðarinnar á grundvelli kreijuforma og þeirrar tegundar speki sem sameiginleg er með
þeim báðum (speki götunnar). Sjá umfjöllun John S. Kloppenborg Verbin, „A Dog among the Pigeons," í Jon
Ma. Asgeirsson o.fl. ritstj., From Quest to Q: Festschrift James M. Robinson 2000a, s. 73-117.
46 Um Ræðuheimildina sjá t.d. John S. Kloppenborg Verbin, Excavating Q: The Flistory and Setting of the Sayings
Gospel 2000b. Tilvísanir í Ræðuheimildina eru táknaðar með Q en kafla og versasldpting fylgir Lúkasarguð-
spjalli.
47 „Jesus as Sage,“ s. 402-405. Tilvitnun er á bls. 405. Sldlgreining Scott á uppruna ummæla þessara í lagahefð
er sett fram gegn hugmyndum um annan uppruna þeirra í spámannahefð. Forsendur Scott um til að mynda
meint semísk bókmenntaform og munnlegar geymdir ummæla eru afar hæpin í ljósi síðari rannsókna. Um
143