Skagfirðingabók - 01.01.1975, Page 65
SÉRA ÞORSTEINN PRESTLAUSI
nálægt 1525. Hún hét Elín, sennilega heitin eftir föðurföðurmóð-
ur sinni, Elínu Magnúsdóttur. Þessi dóttir Þórunnar hefur dáið
ung, og eftir henni er líklegt að sé heitin Elín dóttir séra Björns
í Saurbæ Gíslasonar. Annað barnið hygg ég að hafi verið Bene-
dikt, sem hún átti með séra Halldóri syni Benedikts Grímssonar
frá Möðruvöllum. Benedikt var talinn vera fæddur 1534, en ekki
þekki ég heimildina fyrir fæðingarári hans. Yngsta barnið hygg ég
hafa verið Málfríði, sem Þórunn átti með séra Torfa í Saurbæ í
Eyjafirði, syni Jóns priors á Möðruvöllum, Finnbogasonar lög-
manns Jónssonar. Málfríður giftist séra Birni Gíslasyni lögrétm-
manns Hákonarsonar 14. júlí 1555, og gizka ég á, að hún hafi þá
verið um eða jafnvel innan við tvítugt og því yngri en Benedikt
bróðir hennar.
Menn hafa enga hugmynd um það hverjir voru foreldrar séra
Þorsteins og Þórunnar. Þau hafa greinilega verið af efnuðu fólki.
Saga þessara systkina er á ýmsan hátt óvenjuleg. Séra Þorsteinn
kemst snemma í gott brauð, en hrekst úr því á bezta aldri, hvernig
sem á því stendur. A sjötugsaldri virðist hann um stund komast
til vegs í skjóli konungsmanna, sem gera upp sakirnar að Jóni
biskupi Arasyni látnum.
Þórunn fer ekki troðnar götur. Hún giftist aldrei svo menn viti
eða bindur sig varanlega neinum manni, en barnsfeður sína velur
hún úr hópi helztu fyrirmanna. Þau börn hennar tvö, sem upp
komust, verða landskunn og með afbrigðum kynsæl.
65