Skagfirðingabók - 01.01.1975, Side 81
VÍSINDAMABUR í SVEIT
Einar1 á Steinsstöðum lánaði okkur tvo hesta, Stóra-Grána og
Litla-Grána, auk þess vorum við með fjóra hesta frá Mælifelli:
Mósa, Bleik, Rauð og gráblesóttan vekring, hálflatan. Tveir þeirra
voru undir töskum. Litli-Gráni var afbragðs töskuhestur, en Stóri-
Gráni fældist aftur á móti og kastaði öllu af sér, þegar nota átti
hann undir klyfjarnar.
Við lögðum af stað snemma morguns (eftir tvo eða þrjá kaffi-
sopa) og riðum hægt fram í Dalskjaftinn. Við höfðum farið fram
að Bugavatnskofa (Aðalsmannsvatn kallað á korti) árið 1933, svo
að við þekktum leiðina. Ur Dalskjaftinum var greið leið upp á
heiðina og framúrskarandi vel vörðuð. Utsýnið var hrífandi. Hofs-
jökull, Langjökull og jafnvel Vatnajökull sáust í skínandi sól með
stökum fjöllum hér og þar, Krák norðan Langjökuls, Illviðra-
hnjúkum, og Sátu norðanvert við Hofsjökul. Þrílækir, Bruna-
brekkulækir (mér var sagt, að nafnið stafaði frá einhverjum elds-
voða) og Svartá í Húnavatnssýslu eru í leiðinni; fimmtán mín-
útna reið frá Svartá er Bugakofi. Hann var í rauninni fallegri
en Rústakofi, en í honum er aðeins pláss fyrir hesta (þó er rétt við
hann); torfbekkur var við annan vegginn. Við ætluðum að gista
þarna, en fjölda útlendinga bar að um leið, svo að við héldum
áfram fram efrir og komum um miðja nótt að Ströngukvíslarkofa.
Hann var mjög svipaður Rústakofa að gerð. Ég svaf lítið, og þarna
var engin rétt, svo að Kristmundur varð að gæta hestanna.
Morguninn eftir vorum við snemma á fótum og komum að
Ströngukvísl um áttaleytið. Hún er vond yfir að fara. Árið 1937
var Deildartunguveikin tekin að geisa, og varðmenn voru hvar-
vetna á heiðum uppi við varðgæzlu. Varðmaður við Ströngukvísl
hjálpaði okkur yfir ána (eftir að hafa boðið okkur kaffi með brauði
í tjaldinu; jafnvel á öræfum fer maður ekki varhluta af íslenzkri
gestrisni). Eftir hálftíma reið komum við að Blöndu, og aftur
komu varðmenn okkur til aðstoðar. Vað gott er á henni þar
fremra, svokallað Blönduvað. Þegar yfir ána kcm, var rakin leið
fram eftir, yfir sandana meðfram Seyðisá fram að Dúfunefsfelli
og um tvöleytið riðum við í hlað á Hveravöllum.
1 Eyjólfsson.
79