Skagfirðingabók - 01.01.1975, Page 104
SKAGFIRÐINGABÓK
Óli litli minn og minn,
mikið væri gaman,
að við legðum kinn við kinn
og kæmum okkur saman.
Einnig var kveðið, enginn man lengur af hverjum:
Óli litli einn er snar
út róinn á sjóinn,
dregur fisk og flyðrurnar
frammi’ á sundi Málmeyjar.
Og enn var þetta kveðið af gleymdum höfundi:
Óli litli er að kveða vísu;
presturinn á engi er,
og maddaman raka fer.
20.
Sveinn Sigurðsson, sem lengi bjó á Giljum og Þorljóts-
stöðum í Vesturdal á fyrri hluta þessarar aldar, átti oftast mjög
vænt fé.
Einu sinni komu gestir í Þorljótsstaði sem oftar, og var borið
fyrir þá soðið hangiket, vel feitt, og höfðu gestirnir orð á því.
Sveinn svaraði þá, drjúglátur: „Ja-á, það sjást nú blesóttir bitar
á Þorljótsstöðum.“
Bróðir Sveins var Jóhann bóndi á Ulfsstöðum í Blönduhlíð,
laglegri maður en Sveinn. Og nú var það eitt haust á Króknum
í sláturtíðinni, að Sveinn kemur til kjötvigtarmanna í sláturhús-
inu, hreifur og óbanginn. Þeir voru þá búnir að vigta dilka hans,
og reyndust þeir sem löngum afburðavænir. Sveinn segir: „Ja-á,
ég sé ekki, að Jóa bróður hafi gengið mikið betur, þó hann sé
áferðarfallegri."
102