Skagfirðingabók - 01.01.1975, Page 106
SKAGFIRÐINGABÓK
23.
Mælifei.lsstaður, bæjarhús og kirkja, brann til kaldra
kola aðfaranótt 21. september 1921. Þá hafði séra Tryggvi H.
Kvaran þjónað brauðinu rösk tvö ár.
Meðan á því gekk að reisa prestssetrið úr rústum, bjó heima-
fólk á Mælifelli í fjárhúsum út og upp á túninu, og stóðu rúmin
í krónum. I einni krónni höfðust við tvær Helgur á léttasta skeiði.
Þar var líka geymd keytutunna, og kallaðist króin Paradís. Séra
Tryggvi missti ekki móðinn þrátt fyrir þungar búsifjar af völdum
brunans. Einu sinni bjó hann til þessa vísu í fjárhúsunum:
Paradís er bezti bær,
ber mér um það ljóða,
þar eru hýstar Helgur tvær
og hlandtunnan mín góða.
24.
Á eyvindarstaðaheiði er dys, sem heitir Kurbrandsdys,
eða stutt og laggott Kurbrandur. Það er eldgamall siður, að veg-
farandi kasti steini í dys, sem á leið hans verður, og því orti Jó-
hannes Orn Jónsson (Orn á Steðja) við Kurbrandsdys, þá enn
búsettur í Skagafirði og staddur í göngum:
Hérna legg ég harðan stein
í hlýju sólarviðri,
þar sem Kurbrands hvítu bein
hvíla undir niðri.
Aðföng:
12. Sögn Sigurðar Egilssonar i Stekkjarholti. Hann lærði vís-
urnar upp úr 1920 af gamalli konu í Seyluhreppi.
13. Sögn Gísla Jónassonar frá Hróarsdal.
14. Fyrri vísan eftir sögn Sigurðar Egilssonar í Stekkjarholti,
hin síðari eftir sögn föður míns, Péturs Hannessonar.
104