Skagfirðingabók - 01.01.1975, Page 130
SKAGFIRBINGABÓK
ekki neitað, að áttundi áratugurinn var í heild sinni hægfara upp-
gangsskeið í búskaparmálum Fljótamanna, og skepnum fjölgaði
heldur. Slíkt hið sama verður aldrei sagt um níunda áratuginn,
en þá eru harðindi með afbrigðum ill og bústofn í Fljótum hryn-
ur niður. Ástandið verður svo bágt, bæði vegna fóðurskorts, sem
leiddi til niðurskurðar, svo og matvælaskorts, sem ól af sér hung-
ur fólksins, að sent er kornmeti frá Danmörku, gjafakorn til að
skipta á milli þurfandi manna.
Fyrsta gjafakornskipið kom til Sauðárkróks árið 1882, en 10.
nóvember um veturinn hittust ráðamenn í Fljótum og ræddu um
að skipta þeim hluta korngjafarinnar, sem Holtshreppi var ætlað-
ur, eða 44 tunnum af rúgi, 8 tunnum af grjónum, 11 tunnum af
hveitihrati og 9'/2 tunnu af rúghrati. Til bráðabirgða var korn-
inu skipt milli 59 aðila eftir áætlaðri þörf. Einnig var áætlað, að
styrkþegar þessir þyrftu sjálfir að nálgast kornið til Sauðárkróks
og var þeim ráðið að efna til samtaka þar um.16
Þann 12. desember sama ár komu ráðamenn saman á ný og
endurskoðuðu kornveitinguna. Nú var skipt með hliðsjón af
skýrslum heyskoðunarmanna, sem gerðar voru um mánaðamótin
nóvember og desember. Þannig var korninu endanlega skipt milli
þeirra, sem mest voru þurfandi, og þiggjendur voru samkvæmt
þessari lokaákvörðun 79 talsins, fleiri en áður hafði verið áætlað.
Auk þessa er ákvæði í greinargerð um skiptinguna, að þeir bænd-
ur, sem heyskoðunarmenn hafi ráðlagt að fella hluta af skepnum
sínum, fái ekkert korn fyrr en að því gjörðu.17
I fundargerð sýslunefndar frá 19. febrúar 1883 er í kafla um
„Almenningshag“ sagt frá ástandinu til sveita í Skagafirði, og
vitnað til skýrslna hreppsnefnda um skepnufækkun og fóðurbirgð-
ir. Þar kemur fram:
„... efnahagur bænda er almennt mjög bágborinn og
skepnuhöld ærið ískyggileg, bæði í tilliti til heyforða,
sem alstaðar hefur verið fjarska lítill og víða mjög
skemmdur af bruna, og einkum að því er snertir afnot
og útlit á kúm, sem víða eru í mesta voða fyrir megurð
128