Skagfirðingabók - 01.01.1975, Qupperneq 133
FLJÓT í SKAGAFIRBI Á NÍTJANDU ÖLD
Sýslunefndarmenn komu á ný á fund hinn 8. október 1887.
Þá liggur fyrir jákvætt svar við hallærisláni úr Landssjóði að upp-
hæð 10.000 kr., en á þessum fundi var Holtshreppi úthlutað styrk
af þessu fé að upphæð 1100 kr., og hlaut hann ásamt Akrahreppi
og Skefilsstaðahreppi langhæsta styrkupphæð.27
I skýrslur um búnaðarástand á Islandi vantar árið 1887, og töl-
ur um búpeningsfjölda finnast ekki í hreppsskjölum Holtshrepps
á því ári, en á árinu 1888 er búfjáreignin í algeru lágmarki, eins
og ljóslega sést á línuritum 1, 2 og 3. Þá hefur tala sauðfjár hrap-
að úr 4210 árið 1881, þegar flest var, niður í 1613- Nautgripum
hefur frá árinu 1880 fækkað úr 260 í 141 og hrossaeign hefur
fallið úr 282 árið 1881 í 153.
Það var ekki einasta að bústofn bænda væri orðinn svo smár,
að undrum sætti á stuttum tíma, heldur fækkaði fólki í sveitinni
mjög á þessum árum, en hin miklu harðæri og erfiðleikar í bú-
skap ýtm mjög undir að bændur gáfust upp og yfirgáfu þá fóstur-
jörð, sem reyndist þeim svo hörð. Fluttu menn búferlum til Vest-
urheims í stórum hópum, og var sá flutningur í hámarki 1887—
1888. Vesturferðirnar ollu því, að endurreisn sveita eftir þessi
harðindaár hlaut að verða til muna erfiðari en ella.
A næstu árum eftir hallærið, sem slotaði um 1888, hleypur
mikill vöxtur í búfjáreign Fljótamanna, og greinilegt er, að góð-
æri ríkir um sinn, tíð helzt hagstæð og sjúkdómar meinlitlir. Því
er svo komið árið 1892, að nautpenings- og hrossaeign Fljóta-
bænda er orðin meiri en áður á því tímabili aldarinnar, sem skýrsl-
ur ná yfir (þ. e. frá því um 1860). Sauðfjáreignin hefur að vísu
ekki aukizt í sama mæli og nær því ekki það sem eftir er aldar-
innar að vera jafnmikil og þegar bezt lét á árunum 1880—1882.
Þó verður að teljast, að Fljótamenn hafi verið tiltölulega fjár-
ríkir á þessum árum.
Ekki er með öllu fjárpestalaust þessi uppgangsár. Bráðapestin
er ætíð nálæg, og meðal annars kemur fram í skýrslu hreppstjóra
Holtshrepps til sýslumanns 1. maí 1895, að í hreppnum hafi á
næstliðnum vetri drepizt úr sótt þessari 20 ær, 38 yngri og eldri
sauðir og 4 lömb. Þetta er að vísu ekki mikill skaði, en sérstaklega
131