Skagfirðingabók - 01.01.1975, Síða 150
SKAGFIRSINGABÓK
son þess, að mest hafi veiðin verið í Miklavatni alla tíð, en einnig
hafi silungsveiði verið stunduð í öllum hinum vötnunum. Silung-
ur sé aðallega veiddur með lagnetum og fyrirdrætti.29 Ekki minn-
ist Guðmundur á laxveiði, en þó hefur nokkuð verið um þann
veiðiskap, og í Sáttabók Holtshrepps greinir frá laxveiðideilu árið
1863. Þar er sagt, að laxveiði hafi um árabil verið stunduð í Laxósi,
í landi prestsetursins á Barði. Til þess að laxirm komist þangað
upp, segir, að hann þurfi fyrst að fara í gegn um Sandós. Nú hefur
svo brugðið við, að laxveiði hefur brugðizt í Laxósi og í kæruskjal-
inu segir meðal annars:
„Nú hefur Sigurður Guðmundsson, sem nú heldur til í
Haganesi, í sumar lagt Laxanet í Sandós, og látið þetta
net sitt leingstum, og það vikum saman, liggja í hönum
stöðugt dag og nótt. — Enda hefur net þetta verið svo
lángt og svoleiðis lagt að það stundum hefur þvínær
þverbrúað ósinn allann þversyfir, og hefur hérvið brugð-
ið að í sumar hefur ekki orðið vart um nokkra laxgaungu
í Laxós, þarsem þó er komið lángt framyfir þann tíma
sumarsins, sem lax er vanur að gánga úr sjó.“30
Máli þessu lauk með þeirri sætt, að netið var fjarlægt úr Sand-
ósi. Málaferlin benda ótvírætt til þess, að nokkur hlunnindi hafi
verið af laxveiði á prestsetrinu, en ekki er vitað, hve mikil veiðin
var.
Eins og fyrr greinir, eru fátæklegar heimildir um fiskafla í sjó
og vötnum, en þó eru til skýrslur frá árunum 1897—1900.
Varðandi veiðar í sjó, gefa tölur þær, sem sjást á töflu 2, fátæk-
lega mynd, enda er tímabilið, sem fyrir er tekið, alltof stutt til þess
að það geti sýnt meðalveiði á 19. öld. Þá eru aflaskýrslur þessar
villandi að öðru leyti, þ. e. a. s. að skipafjöldi Fljótamanna var á
þessum árum aðeins brot af því, sem fyrr var á öldinni (sjá línurit
nr. 7), og þar af leiðandi má gera ráð fyrir mun meiri afla fyrr.
Þá er og erfitt að áætla vegið aflamagn, þar eð skýrslurnar greina
aðeins frá fjölda fiska af hverri tegund.
148