Skagfirðingabók - 01.01.1975, Page 165
FLJÓT í SKAGAFIR8I Á NÍTJANDU ÖLD
á verkfærum og nauðsynlegum gögnum til jarðabóta. í bréfinu
er sagt um tilgang hins nýja félags, að hann sé:
„að bindast samtökum til að ástunda jarðabætur og efla
aðrar búnaðarlegar framfarir, einkum að sljetta og girða
tún, auka og bæta áburð, veita vatni á eingjar og tún,
skjera fram afvotar mýrar, gera tilraunir til matjurta-
ræktar, hlynna að æðarvörpum og koma þeim á þar er
tiltækilegt sýnist...“1
Umbeðinn styrkur var ekki veittur á þeirri forsendu, að fyrir
dyrum stæði að stofna eitt allsherjar búnaðarfélag fyrir Skaga-
fjörð allan.2 Því leitar hreppsnefnd Holtshrepps til amtmanns
hinn 31. maí 1881 og fer þess á leit við hann, að hann styrki þetta
þjóðþrifafyrirtæki3, en ekki er ljóst, hver úrslit þess urðu.
Stofnun stóra búnaðarfélagsins dróst mjög á langinn og á
sýslunefndarfundi 1884 kemur fram, að ekkert hafi orðið eða
verði í bráð af stofnun þess, vegna þess hve harðnaði í ári um það
leyti. I nefndri fundargerð er bent á, að vænlegast sé til bráða-
birgða að stofna smærri jarðabótafélög, en geyma stórfélagshug-
myndina um sinn.4
Jarðabótafélagið í Fljótum starfaði lítillega þessi ár, sem eftir
voru til aldamóta, en ekki verður þess varr, að áhrif þess komi
fram í umtalsverðum framkvæmdum. Ef til vill má að nokkru
rekja til félags þessa þær öldur, sem sjást á línuritum 4, 5 og 6,
þegar dálítil hreyfing verður í búnaðarframkvæmdum um 1880,
en nokkru meiri um 1890 og síðan sérstaklega þúfnasléttunin í
aldarlokin. Þannig hefur stofnun jarðabótafélags ekki kveikt eld,
sem lifði lengi, heldur virðast allar þessar framkvæmdir unnar
í skorpum og lítið eða ekkert á milli.
Guðmundur Davíðsson minnist á búnaðarfélög, segir félagið
fyrst hafa verið eitt, en síðan tvö, eftir að hreppurinn skiptist í
tvennt. Hann getur þess, að félögin hafi alla tíð verið atkvæða-
lítil, enda ekki nærri allir bændur tekið þátt í félagsstarfinu.5
163