Skagfirðingabók - 01.01.1975, Page 186
FJÓRAR MERKISKONUR
eftir gunnhildi BJÖRNSDÓTTUR, Grænumýri
Guðfinna Jensdóttir, Miklabæ
Guðfinna Jensdóttir var fædd að Kroppsstöðum við
Önundarfjörð 6. apríl 1862, dóttir hjónanna Jens Jónssonar og
Sigríðar Jónatansdóttur. Jens og Sigríður fluttu frá Kroppsstöðum
að Veðrará; þar ólst móðir mín upp. Þau voru 5 systkinin, 3 systur
og 2 bræður; var móðir mín yngst af systkinunum.
Hún fór 17 ára gömul til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Seinna var hún á Flateyri við Onundarfjörð, hjá Torfa kaup-
manni Halldórssyni og konu hans, Marin Ossurardóttur. Þar
kynntist hún föður mínum, hann var hjá kaupmannshjónunum
að kenna sonum þeirra. Þau giftu sig á Flateyri 14. ágúst 1884.
Þar fæddist elzti bróðir minn, Guðbrandur.
Faðir minn vígðist til Bergsstaða í Svartárdal, A.-Hún., 12.
september 1886, og fluttu þau þangað sama haust. Móður minni
líkaði mjög vel á Bergsstöðum, var farin að kynnast fólkinu í
Svartárdalnum, þótti vænt um það og var ekkert ánægð yfir því
að fara þaðan.
Föður mínum var veittur Miklibær í Blönduhlíð 1889, og flutm
þau þangað það vor. Þar var faðir minn prestur í 30 ár. Þar unnu
þau sitt ævistarf, voru ánægð og kunnu vel við sig. Þau eignuðust
vini og voru elskuð og virt af sóknarfólki sínu.
Gestrisni var mikil á Miklabæ, öllum var gert gott, sem þangað
komu. A messudögum var kirkjugestum boðið inn til kaffidrykkju;
voru þá miklar samræður yfir kaffiborði um málefni þau, sem
184