Skagfirðingabók - 01.01.1975, Page 194
HINZTA FÖR AÐ HAGAKOTI
eftir hjalta pÁlsson frá Hofi
Það var nokkuð liðið á haust árið 1862. í austursveit-
um Skagafjarðar hafði tíðarfar verið rysjótt frá höfuðdegi og erfitt
um heyskap. I september féll mikill snjór, blotaði síðan eða snjó-
aði til skiptis, þótt ekki væru hörkur. Lóguðu bændur með meira
móti af búpeningi sínum um haustið, enda heyfengur í rýrara lagi.
í Hjaltadal féll elfur tímans fram að mestu eftir grónum far-
vegi, þó var byrjað að örla á landbroti hér og hvar, sem gaf til
kynna versnandi siðferði og tíðaranda. Hafði slíkt lengi haldizt
í góðu horfi að yfirsýn hins roskna sveitarhöfðingja og sálnahirðis
á Hólum, séra Benedikts Vigfússonar. Hann hafði þjónað kalli
sínu af röggsemi um 35 ára skeið og var nú nýlega hættur prest-
skap. Hólastaður var í mestu niðurlægingu, er Benedikt kom
þangað, 1825. Hófst hann þegar handa um endurreisnina, hafði
mikil umsvif og varð auðsæll. Hann eignaðist meiri hluta jarða
í Hjaltadal, eða nær allt landnám Hjalta Þórðarsonar, og drjúg-
an hluta af Kolbeinsdal, ásamt jörðum víðar í Skagafirði og í
Kelduhverfi. „Hann dró undir sig sveitarmál“ og lét sig mjög
skipta viðgang hjarðar sinnar, bæði andlegan og veraldlegan.
Þótti sumum fullþröngt undir að búa.
Séra Benedikt var áhugamaður um bindindismál Er mælt
hann stofnaði bindindisfélag í sókn sinni árið 1843 og gengu í
það flestir bændur. Sjálfur var prestur ekki óánægður með ástand-
ið, þegar hann, árið 1843, ritar sóknarlýsingu sína til Hins ís-
192