Skagfirðingabók - 01.01.1990, Side 11
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
viðburðaríku starfssögu séra Lárusar, né heldur að kryfja hinn
margbrotna og að mörgu leyti sérstæða persónuleika hans. Og
eflaust fer því fjarri, að allir, sem kynntust séra Lárusi á Mikla-
bæ, séu mér sammála um hvaðeina, sem hér verður sagt, enda
næsta fátítt að svo sé um þá, sem rísa yfir meðalmennskuna, fara
fremur eigin leiðir en annarra og styrr stendur um.
Miklibær. Það er engin smáræðis reisn yfir því nafni. En stað-
urinn stendur vel undir því, í öllum skilningi. Jörðin er meðal
beztu bújarða, bæði að landrými og landkostum, enda var það
ekki venjan að velja prestssetur af verri endanum. Þar hefur líka
löngum verið búið vel og myndarlega. Þar hafa margir merkis-
klerkar setið, allt frá öndverðu og fram á þennan dag, þótt hér
verði sá þráður ekki rakinn. Þar hafa og ýmsir þeir atburðir
gerzt, sem skráðir hafa verið á spjöld sögunnar - og ekki allir á
einn veg. Það er því margt, sem stuðlar að því að gera garðinn
frægan.
Arið 1889 fluttist séra Einar Jónsson frá Miklabæ allt austur
að Kirkjubæ í Elróarstungu, en hann hafði þjónað Miklabæjar-
prestakalli frá 1885. Þá tók við kallinu séra Björn Jónsson og
þjónaði því í rúm 30 ár við almenna virðingu og vinsældir sókn-
arbarna sinna. Hann lét af prestskap 24. febrúar 1921. Var hon-
um þá mjög farin að daprast sjón og átti af þeim sökum erfitt
orðið um embættisstörf. Réði hann því til sín aðstoðarprest árið
1919. Sá, sem til þess valdist, var séra Lárus Arnórsson. Og þar
var ekki tjaldað til einnar nætur, því að þegar séra Björn Jónsson
lét af prestskap, fékk séra Lárus veitingu fyrir Miklabæjar-
prestakalli og þjónaði því í full 40 ár.
Ætt og uppvaxtarár
Séra Lárus Arnórsson var fæddur að Hesti í Bæjarsveit í Borg-
arfirði 29. apríl 1895. Loreldrar hans voru séra Arnór J. Þor-
láksson prestur að Hesti og kona hans, frú Guðrún Elísabet
Jónsdóttir, síðast bónda á Neðra-Nesi í Stafholtstungum. Var
9